Vitleysisgangur

 Mér er gersamlega fyrirmunað að skilja þessa bílstjóra sem segjast vera mótmæla háu eldsneytisverði en eru í raun að beita samborgara sína tilgangslausu og fíflalegu ofbeldi. Þetta er ólöglegt athæfi og með ólíkindum að lögreglan beiti sér ekki af krafti gegn þessari vitleysu. Ég skil ekki hvernig þeir komast upp með þetta dag eftir dag. Þetta er með ólíkindum miklum.

Veslings bílstjórarnir virðast ekki skilja að eldsneytisverð er ekki ákveðið af íslenzkum pólitíkusum. Það skiptir nákvæmlega engu máli þótt þeir þenji flautur sínar og stífli umferð um alla framtíð, það mun ekki breyta neinu. Þessi "mótmæli" eru einhverjar þær tilgangslausustu æfingar í vitleysu sem maður hefur orðið vitni að.


mbl.is Mikill hiti í bílstjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísdrottningin

Ef þú lítur á mótmæli sem ofbeldi gegn samborgurunum hvað finnst þér þá um verkföll?

Þú vildir kannski heldur hafa  bílstjóra í verkfalli, þá gætir þú næst kveinað yfir því að fá ekki matvöru því hillurnar í búðunum standa tómar þegar enginn er til útkeyrslu.  Nei, ég held að það sé kominn tími til að standa saman og sjá hverju við fáum áorkað.

Beinið reiði ykkar gegn stjórnvöldum, það er rétta boðleiðin. 

Ísdrottningin, 3.4.2008 kl. 13:56

2 Smámynd: Ívar Gunnarsson

Hjartanlega sammála greinarhöfundi

Ívar Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hér verð ég að vera þér ósammála Magnús. Ég veit nú ekki um nein mótmæli eða verkföll í samanlagðri mannkynssögunni sem ekki hafa hitt fyrir saklaust fólk? Sama hvort verkföllin eru lögleg eða ólögleg?

Bæði bílstjóranir í mótmælunum og almenningur upp til hópa, gerir sér ljósa grein fyrir því að við stjórnum ekki heimsmarkaðsverði á olíum, en það er nú kannski ástæðulaust að við þurfum að sætta okkur við, að vandræði á heimsmarkaði stóauki tekjur ríkisins hér á okkar kostnað?

Fyrir nú utan það að enn er verið að skoða samsetningu gjalda á gasolíuna sem eins og allir vita endaði fyrir ofan bensín í verði við kerfisbreytinguna sem gerð var og enn er skoðað og nefnd í gangi hvað annað?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.4.2008 kl. 14:11

4 identicon

Sammála þér Magnús.  Ég held að mun fleiri séu okkur sammála, en þori varla að segja það upphátt vegna þess að það er svo mikill hiti í þessum minnihlutahópi.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: dvergur

Sammála þér að nokkru leiti. Mótmælin hafa vissulega vakið eftirtekt og fengið gríðarlega athygli, það skiptir væntanlega miklu, svo þau eru öldungis ekki tilgangslaus.

En aftur á móti finnst mér þeim beitt full mikið GEGN almennum ökumönnum sem margir hverjir myndu sýna meiri stuðning ef aðgerðunum væri í meiri mæli beint að réttum aðilum eins og reynt var í dag. Ég myndi vilja sjá mótmælin fara meira fram í kringum Alþingi og viðeigandi ráðuneyti.
Það þarf ekki einu sinni að loka og teppa allt 100% til þess. Það væri til dæmis hægt að aka reglulega fram hjá þessum "stofnunum" og þeyta lúðra hressilega. Til þess þyrfti tæplega að stoppa, hvað þá "leggja ólöglega" og fá sekt. 

Og með þann fjölda bíla sem er tiltækur í mótmælaaðgerðir gæti þetta efalaust staðið meirihluta dagsins.

En ekki hlusta á mig, hvað veit ég ef mig skildi kalla. Ég er bara dvergur. 

dvergur, 3.4.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband