kosningablús

Það er sama hvað ég reyni, mér tekst ekki að koma mér í einhvern ham fyrir væntanlegar kosningar. Ég reyni að finna einhver prinsípatriði sem skiptu mig einhverju sinni máli, en þau hafa fölnað og máðst.

Kannski er það ég sem hef fölnað og daprast, alla vega hef ég ekki nærri því eins gaman af því að takast á við menn um pólitík og ég hafði.

Stundum getur þó fokið í mann, en það er fljótt úr mér og mér finnst oftar sem Prédikarinn hafi rétt fyrir sér; allt er hégómi og eftirsókn eftir vindi.

Það er vissulega mjög dífítísk afstaða og ekkert sérlega hönnuð til að auka manni bjarstýni á komandi tíma eða lífið yfirhöfuð, en svona er nú tilfinningin á útmánuðum rétt fyrir jafndægur á vori.

April is the cruellest month sagði TS Eliot og vissi sennilega ekkert hvað það var satt í íslenzkum raunveruleika í gegnum aldirnar. Vont veður og enginn matur þó heita ætti að sumar kæmi seinni partinn í apríl á Íslandi. Og ekkert vissi hann um íslenzka pólitík sem verður alltaf hvað vitlausust í apríl.

Auðlindaákvæðið sem fara átti inní stjórnarskrá var ekkert annað en skrípó. Það er bara hægt að brosa og fara svo að vaska upp. Eða sofa.

Það eru aðrar kosningar sem ég hef miklu meiri áhuga á og það eru forsetakosningarnar í BRA (USA). Það er alvöru teater þar sem allt er í húfi, ekki bara vegaspottar og rollur.

Það má samt sem áður skemmta sér yfir íslenzkri pólitík, persónur og leikendur eru þannig týpur þótt sviðið sé lítið og þröngt.

Þegar líða tekur að 12. maí þá ætla ég að vera í góðu skapi og láta kosningarnar skemmta mér, eins mikið og hægt er. Alveg eins og ég hef gert þegar Júróvisjón brestur á; maður hlustar ekki á músikina en hefur gaman af statístíkinni að henni lokinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, gerum bara eins og Neró kallinn forðum. Sörgum lútuna og horfum á Róm brenna. Fátt getum við annað. Að ösla út í þrasdýið sogar mann bara niður í þessa kakófóníu kverúlenskunnar og bætir á mann gráum hárum. 

Skoðaðu rökfræðihugtakið "Ad Hominem" og skyld hugtök á Wikipedia.  Þar er dásamlelur samhljómur við tilfinningu manns í þessu samhengi.  Meira að segja Grikkir til forna voru búniað átta sig á þessu.

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt bróðir. 

Jón Steinar Ragnarsson, 16.3.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband