Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Meiriháttar frétt!
Heyrði endurtekningu á Kastljósinu áðan. Þar voru sögð þau tíðindi að hjartasjúkdómum hefði fækkað í Danmörku.
Eins og flestir vita eru ýmsar pínur og sorgir sem geta lagst á þennan bústað tilfinninganna og þess vegna dásamlegt að danir skuli vera lausir við nokkrar þeirra. Væntanlega verður fjallað ítarlega um málið á næstunni í Spottinu...
Athugasemdir
Baunarnir með belgi þanda
Bjórinn þamba, vinda leysa
Svína feiti og sósu blanda
sjálfsagt fylgir hjartakveisa
Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2007 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.