elvis

Fyrir akkúrat 30 árum var ég staddur í Kaupmannahöfn. Þá frétti ég dauða Elvisar af fréttaskilti á Ráðhústorginu 17. ágúst 1977. Þessi frétt hafði undarleg áhrif á mig, allann þann dag hljómaði gospellagið His Hand In Mine í hausnum á mér. Eins og EP túlkaði sálminn ásamt The Jordanaires.

Núna eru alls kyns páfar eins og Egill Helgason að gera lítið úr Elvis, gera gys að uppruna hans og ömurlegum dauðdaga. Ég las í gær lærða, en furðulega grein í The Guardian, þar sem er Elvis er borinn saman við Lennon og McCartney, Elvis mjög í óhag.

Þegar That´s Allright Mama hljómaði í útvarpi í Memphis 6. júlí 1954 varð allt vitlaust. Lagið var spilað endalaust og krakkarnir trylltust. Þeir héldu að Elvis væri svartur.

Í kjölfarið komu menn eins og Johnny Cash, Little Richard, Jerry Lee Lewis, Chuck Berry, Roy Orbison, Fats Domino et al.

Elvis opnaði brunninn sem ennþá er verið að ausa úr. Hann var frumkvöðullinn, brautryðjandinn ef menn vilja vera hátíðlegir. Svo kom í ljós að hann var ekki bara fallegur, heldur hættulega sætur.

Saga hans er tragísk það þarf ekki að rekja hana hér.

Í dag ætla ég að hlusta á Elvis syngja Gospel, því það söng hann bezt af öllu.

"Before Elvis there was nothing"
John Lennon


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband