Menningarnótt?

Það væri meira réttnefni að kalla þetta fyrirbæri Menningardag, eða Menningarkvöld. Það sem gerist um nóttina erftir flugeldasýninguna er bara taumlaust fyllerí, slagsmál, rugl og ógæfa.

Meir að segja áður en fylleríið er yfirstaðið í miðbænum, þá er flokkur manna með tæki og vélar kominn af stað til að hreinsa upp ógeðið á götunum.

Það væri nú ráð að skilja það eftir næst í einn eða tvo daga svo menn geti séð hvers konar ómenning þrífst á Menningarnótt í Reykjavík.


mbl.is Síðustu gestir Menningarnætur á leið heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ágætt að fá svona verklega defineringu á því hvað þjóðarsálin telur menningu.  Algerlega sammála því bróðir að láta ruslið danka í einn eða tvo daga, til að vekja fólk til umhugsunar.  Ég held að maður hefði haldið sukkinu áfram út í rauðan dauðann ef mamma hefði alltaf verið til staðar til að hreinsa til eftir síðasta partý áður en maður vaknaði.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.8.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband