enskísla?

Ég er ekki einn þeirra sem brosi og fer að tala ensku þegar ég er "afgreiddur" í Sandholtbakaríi af fólki sem skilur ekki íslenzk orð eins og brauð og snúður. Ég tala mína íslenzku og hætti ekki fyrr en ég fæ það sem ég bið um. Án ókurteisi og frekju, en líka án einhverrar meðaumkvunnar með þessum krökkum sem ekki hafa nennt að læra einföldustu orð og hugtök sem notuð eru í verzlun með brauð.

Fyrir mörgum árum vann ég sem þjónn á kaffibar við Lago Lugano. Staurblankur námsmaður og mállaus. Fékk vinnu í uppvaski til að byrja með en var settur í afgreiðslu þegar eigandinn sagði mér að nú kynni ég nóg í kaffiítölsku. Þar lærði ég svo undrafljótt að tala þetta fallega mál, því viðskiptavinirnir gáfu ekkert eftir og hættu ekki fyrr en ég skildi þá, á ítölsku.

Það er er ef til vill fulldramadískt að segja að tungumálið sé sál þjóðarinnar, og þó...

Ég þekki nokkra útlendinga sem hafa verið hér áratugum saman án þess að ná nokkru valdi á íslenzku. Það er sorglegt að heyra þetta fólk tala, svona svipað og þegar maður heyrði viðtöl við Magnús Magnússon, þann fræga fjölmiðlakappa sem talaði furðulegan blending af ensku og íslenzku, einhvers konar enskíslu. Er það málið sem við viljum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband