Give Peace A Chance

Ég sá þegar verið var að prófa friðarljós Lennons í Viðey í gærkvöld. Þetta verður greinilega nokkuð magnað. Bláleitur geisli útí geim. Ekki veitir af friðarboðskap á þessari skálmöld, en ekki veit ég hversu mikið þetta magnaða ljós á eftir að stuðla að friði meðal stríðandi þjóða. Mér er það mjög til efs að það muni tam hafa nokkur áhrif á kallinn í hvíta húsinu sem fer með pataldur á hendur fátæku fólki í asíá með frelsisorð á vörum en græðgina í hjartanu.

Friðarljósið verður sennilega ekkert meir en túrista attraksjón þegar fram líða stundir, fallegt sjónarspil sem mun verða eitt af táknum Reyjavíkur. Sem væri gott. Bezt væri að það tæki við af reðurtákninu á Skólvavörðuholtinu og bólunni á Öskjuhlíð, en það mun ekki skipta neinu máli fyrir frið í henni versu, ekki frekar en Perlan og Hallgrímskirkja.

Það er ekki útilokað að nokkra skemmtan megi hafa af því að fylgjast með beinni útsendingu Sjónvarpsins frá athöfninni þegar kveikt verður á ljósinu. Reykjavíkuborg er búin að bjóða nokkur hundruð manns í partý vegna þessa, fyrst útí Viðey og svo í Listasafni Reykjavíkur. Það verður boðið uppá einhverja brjóstbirtu í Viðey, síðan hlaðborð með rauðu og hvítu í Listasafninu. Þarna verður rjóminn af íslenzku menningarsnobbi í ókeypis partýi einn ganginn enn (ekki ókeypis per se, við útsvarsgreiðendur borgum brúsann), ekki spillir fyrir að Ringo og Paul ku mæta.

Hitt er svo annað mál hvað Jóni heitnum Lennon myndi finnast um þetta partý. Því miður er ekki hægt að spyrja hann af augljósum ástæðum, en ef maður miðar aðeins við móralinn í verkum hans þá ímynda ég mér að hann myndi sleppa menningarsnobbinu, safaríku steikunum og eðalvínum. Bjóða þess í stað öllum sem vilja koma og hugleiða frið í mínútu eða svo.

Ég ætla nú að gerast svo djarfur að koma einni hugmynd hér á framfæri við Reykjavíkurborg, og hún er sú að gamli góði Villi leiði partýið í söng þegar kveikt hefur verið á ljósinu, svona til að auka enn frekar á unað stundarinnar fyrir gesti borgarinnar.

Lagalistinn ætti þá að vera þessi:

Í Viðey:

1. Everybody's Got Something to Hide Except Me and My Monkey

2. Revolution 9

3. Crippled Inside

Í Listasafni Reykjavíkur:

1. Power To The People

2. Woman Is The Nigger Of The World

3. Money

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband