"Græna Ljósið" í myrkrinu

Fór í bíó um daginn sem er ekki í frásögur færandi nema vegna þess að ég tók eftir að miðaverð hefur hækkað rosalega. 1000 kall takk.

Movies 

Sem er svo sem ekki úr takt við aðrar "verðbreytingar" sem hafa orðið að undanförnu. Maður verður bara kindarlegur og borgar uppsett verð og trítlar hnípinn í poppogkókröðina. Þar kemur annað hækkunarsjokk.

Bíóferðir voru skemmtilegar, eða svo minnir mig, hér í den, en þetta er orðin óttaleg þrautaganga nú til dags. Það er ekki bara dýrt að fara í bíó, það er okrað á veitingunum, það eru sýndar auglýsingar í ca 10 mínútur fram yfir auglýstan sýningartíma, svo koma trailerar á ógeðslegu blasti, svo kemur óþolandi hlé, fyrirbæri sem þekkist hvergi annars staðar í veröldinni.

En verst af þessu öllu er sóðaskapurinn. Hreinlæti í kvikmyndahúsum hrakar í réttu hlutfalli við hækkandi miðaverð. Umbúðir útum allt, popp útum allt og svo límast skósólarnir við sykurklístrið eftir allann niðurhellinginn á gosdrykkjunum. Sæti eru aldrei hreinsuð og lyktin er ekki geðsleg.

Ég hlakka til að nýta mér kvikmyndahátíðina "Græna Ljósið" sem nú stendur yfir í Regnboganum. Á henni gilda reglur sem koma í veg fyrir nánast allt sem ég er búinn að væla yfir hér að ofan. Fyrir nú utan að þarna virðast vera verulega skemmtilega myndir til sýningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sammála, enda langt síðan ég hef farið í bíó. Hvar finn ég dagskrá Græna Ljóssins?

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.4.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Magnús Ragnar Einarsson

graenaljosid.is

Magnús Ragnar Einarsson, 15.4.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband