Bob Justman

Undanfarið hefur ný plata, „Happiness & Woe“ með Bob Justman, verið á fóninum. Bob er íslenzkur drengur sem er greinilega afar vandvirkur í hljóðveri og hefur lagt mikla vinnu og alúð í verkefnið. Hann er með topp músikanta með sér og sjálfur spilar hann laglega á ýmis hljóðfæri.

Happiness & Woe er það sem bretar kalla „bedsit music“, innhverfar og lágstemmdar hugleiðingar um ástina og lífið, en með drjúgu dassi af angst og sjálfsvorkunn.

Þetta er ágætis frumraun (veit ekki til að BJ hafi gefið eitthvað út áður). Pródúksjónin er vönduð, frekar fínlegur og brothættur hljóðheimur er presenteraður hér og hann rímar nokkurn veginn við þann tón sem er að finna í textunum.

BJ treður ekki nýja slóð með lagasmíðum sínum og sýnir ekki mikil tilþrif, hvorki í harmóníu né melódíu. Þetta er heldur ekki tilþrifamikil tónlist. Spennan og dramatíkin felst í einfaldleikanum í tónlistinni og tilvistarkreppunni, týndri ást og einmannaleika í textunum.

Gallinn er hins vegar sá að textarnir eru lakasti parturinn og draga heildina lóðrétt niður. Sem er synd, því ef BJ hefði lagt álíka alúð og vinnu í textann einsog tónlistina, þá hefði útkoman orðið umtalsvert mikið betri.

**


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband