Mánudagur, 2. febrúar 2009
Júróvissjón
Söngvakeppni Sjónvarpsins er uþb að ljúka, einn þáttur eftir þar sem úrslitin ráðast.
Keppnin hefur verið, ja eins og oft áður, athyglisverð. Þá er ég ekki bara að tala um tónlistina eða lögin sem keppa, heldur líka umgjörðina og kynninguna og hæpið sem Sjónvarpið skapar í kringum allt þetta spilerí.
Tónlistin per se hefur verið óvenju litlaus. Eina lagið sem mér fannst eitthvað varið í féll strax í fyrsta þætti.
Hver svo sem niðurstaðan verður og hver það verður sem fær farmiðann útí heim til að keppa í Júróvissjón, þá er ekki spurning, ekki skuggi af efa á því að ótvíræðir sigurvegarar Söngvakeppni Sjónvarpsins að þessu sinni eru þær Eva María og Ragnhildur Steinunn.
Án þeirra hefði þátturinn hreinlega dáið.
Athugasemdir
Já, þær hafa verið skemmtilega líflegar. En það eru nú eitt eða tvö lög þarna sem koma fram nettu brosi... kannski þrjú. Engin tímamótaverk í tónlist enda kannski ekki það sem lagt er upp með, en ágætis trall...
Markús frá Djúpalæk, 3.2.2009 kl. 19:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.