Laugardagur, 2. desember 2006
Laugardagur
Vaknaði snemma eins og venjulega, kaffið, croissant og netið sáu um mig fram að hádegi. Klukkan 1 fór ég á nemendatónleika þar sem Ragnhildur dóttir mín spilaði á píanó, ryþmísk og örugg. Ég er frekar montinn af stelpunni.
Lífið snýst um tónlist hjá mér þessa dagana, frumsýning á jólasöngleiknum Jólapera verður á morgun og það eru búnar að vera frekar stífar æfifngar undanfarið. Eins verð ég með útgáfutónleika ásamt Freysa frænda og hljómsveitinni Sviðin Jörð næsta þriðjudagskvöld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning