Gestabók

Skrifa í Gestabók

  • Skráðir notendur gefi upp notandanafn og lykilorð efst á síðunni og skrifi svo færslu í reitinn hér að neðan. Gestabókarfærslan birtist strax.
  • Óskráðir notendur geta einnig skrifað færslu, en verða beðnir um nafn og netfang eftir að smellt er á "Senda". Þeir fá staðfestingarslóð senda í tölvupósti og þurfa að smella á hana til að gestabókarfærslan birtist.

Gestir:

Hvar ertu?

Já hvar í andskotanum ertu maður ?? Ég bíð... - og við bíðum bæði reyndar ??? Auður (...hjartar auðvitað..)

Auður Húnfjörð (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 30. des. 2007

Lára Hanna Einarsdóttir

Maggi minn...

Þú ert með latari bloggurum, skúrkurinn þinn! En nú er ég byrjuð að blogga - hef helgað einu málefni bloggið mitt hingað til - veit ekki hvað gerist þegar frá líður. Haltu áfram, það er gaman að lesa bloggið þitt! Kveðja frá þinni gömlu vinkonu.

Lára Hanna Einarsdóttir, sun. 18. nóv. 2007

Góður penni

Sæll Magnús.Ég er fyrst núna að sjá bloggið þitt og mikið andsk... er gaman að lesa það sem þú skrifar.

Hreinn Birgisson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 15. ágú. 2007

Gísli Blöndal

Þín hljómfagra og ómþýða rödd

Blessaður vinur minn Magnús frá Elverhoj. Var að fá tölvutengingu heim til mín í gegn um eitthvað GSM samband. Tæknin lætur ekki að sér hæðast!! Rétt í þessu var ég að hlusta á þínu hljómfögru og ómþýðu rödd á Rás 2. Fann allt í einu að ég sakna þín kæri vinur. Hvernig væri að senda mér pistil með fréttum af þér og þínum. Þú getur nefnilega lesið mínar fréttir á blogginu mínu en þar ert þú aftur á móti skrambi latur. Vona að þú hafir það sem best. Þinn vinur Gísli

Gísli Blöndal, mið. 20. júní 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Þú þarft að dreifa öngunum

Sæll. Hér er þinn dyggi gestur og aðdándi. Mig langaði bara að benda þér á að vista bloggin þín undir fleiri flokkum en þú gerir. Bloggar og stjórnmál og samfélag eru stæstir en svo eru dægurmálin, vísindin, lífstíllinn etc. Það er svo gaman að lesa bloggin þín að mér finnst synd að fleir fái ekki að njóta þeirra. Guð blessi þig æfinlega.

Jón Steinar Ragnarsson, fös. 2. mars 2007

Sæll félagi

Gaman að sjá síðuna þína, ég vissi ekki af henni fyrr en núna. Mundi meira að segja kommenta á færslurnar þínar ef ég þyrfti ekki að vera skráður á klafa Moggabloggsins til að gjöra svo. Það er gaman að sjá að þú hefur ekki látið af stjörnuáhuga þínum, margar umræðurnar höfum við tekið um himingeiminn. Þú veist kannski að í kvöld kl. 22 verður boðið upp á stjörnuskoðun í Minjasafni OR í Elliðaárdalnum? kveðja, Kolbeinn Óttarsson Proppé http://www.kaninka.net/kolbeinn

kolbeinn (Óskráður), mið. 28. feb. 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Hmmm?

Fékkstu ekki meil frá mér?

Jón Steinar Ragnarsson, mið. 21. feb. 2007

Jón Steinar Ragnarsson

Björgvin slær í gegn í Noregi

Sæll. Hún systir mín, sem búsett er í Noregi sagði mér að einhvert Bjöggafár, sé hlaupið í Norðmenn. Hann var spilaður í útvarpi eða sjónvarpi og var lagið Nú andar Suðrið...með honum og karlakórnum fóstbræðrum. Systir mín pantaði 2 diska fyrir norska ættingja, sem ærðust af hrifningu og segir hún að þúsundir fyrirspurna hafai hellst yfir umrædda útvarpsstöð. Það væri gaman að láta Bjögga vita af þessu. Systir er búin að reyna að finna hann í símaskrá og allt og er mikið niðrifyrir. Ert þú með sambönd?

Jón Steinar Ragnarsson, mán. 19. feb. 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband