Færsluflokkur: Dægurmál
Föstudagur, 16. febrúar 2007
Árni Johnsen klikkar ekki
Sá Árna Johnsen í einhverri auglýsingu með Silvíu Nótt í gærkvöld. Þau voru á Austurvelli og hann skyggði á musteri hins íslenzka þingræðis.
Heyrði hann segja í fréttum að Bakkafjöruhöfn væri úrræði númer tvö í samgöngumálum Eyjamanna, jarðgöng væru númer eitt tvö og þrjú.
"Viss tæknileg mistök" eina ferðina enn.
Það er hins vegar staðreynd að sú setning er einhver bezta sjálfslýsing seinni tíma, það er sama hvað Árni Johnsen tekur að sér, söng, gítarspil, myndhögg, sagnagerð, byggingar, gólfdúka, óðalssteina, alltaf verða honum á viss tæknileg mistök.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Meiriháttar frétt!
Heyrði endurtekningu á Kastljósinu áðan. Þar voru sögð þau tíðindi að hjartasjúkdómum hefði fækkað í Danmörku.
Eins og flestir vita eru ýmsar pínur og sorgir sem geta lagst á þennan bústað tilfinninganna og þess vegna dásamlegt að danir skuli vera lausir við nokkrar þeirra. Væntanlega verður fjallað ítarlega um málið á næstunni í Spottinu...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
The Indie Beatles
Það er liðin sú tíð að það þótti fréttnæmt að skrifað væri um íslenzka tónlistarmenn í útlenzkum fagritum. Hér áður fyrr mátti ekki birtast nafn íslenzks tónlistarmanns í héraðsfréttablaði neðanjarðarmanna í Lundúnum án þess að daginn eftir birtist langhundur um málið aftarlega í blaði allra landsmanna með tilvísun á forsíðu.
Nú eru tímarnir breyttir.
Ég keypti mér á dögunum brezkt tímarit sem heitir Mojo, þykk lesning með ítarlegri umfjöllun um allt það bjartasta, smartasta og flottasta sem er að gerast í poppinu í dag.
Þar rakst ég tam á umfjöllun um Jóhann Jóhannsson, hvers tónlist var lýst sem "glacial classical bleakness"... ehemm.. ætla mér ekki þá dul að reyna umorða þessa snilld á móðurmálið, það yrði bara klúður... "sígild jöklaauðn"?!
Þarna í tímaritinu var líka sagt frá tónleikum The Sugarcubes í Laugardaghöllinni, sem voru sagðir "The Indie Beatles". Þá var mér nokkuð dillað. Ekki það að ég viti ekki að Sykurmolarnir eru mikils virði fyrir þá sem fíluðu þá sem mest þegar þeir voru hvað frjóastir, heldur vegna einkunarinnar.
Það er vegna þess að The Beatles, The Beatles frá Liverpool eru mér töluvert mikils virði. Ég ólst upp við The Beatles og hef síðan lítið sloppið út fyrir jarðarberjaakurinn, eða eigum við að segja forsæluna í garði bleksprautunnar. Mun þaðan koma til með að dæma nýtt sem gamalt í musicam.
Eftir ég las krítíkina á "The Indie Beatles" í Mojo, datt mér ekki annað í hug en að lærðir poppsérfræðingar lýðveldisins myndu gera málinu ítarleg skil í öllum helztu fjölmiðlum; þeas þegar íslenzkri hljómsveit er líkt við Bítlana þá hlyti það að þykja meiriháttar tíðindi. En ekki orð, ekki múkk.
Svona hefur nú heimurinn verið sigraður. Heimsyfirráðin þykja ekkert merkileg, loksins þegar þeim hefur verið náð.
Ég ólst upp við bítlana og það er mín músík, ég veit líka að sú tónlist sem maður elst upp við fylgir manni alltaf. En ég hef haft vit á því að leiðast ekki útí deilur við mér yngra fólk sem fríkaði út á pönki, né heldur mér eldri mannskap sem hefur haldið yfir mér langar tölur um yfirburði jazzins. Maður kinkar bara kolli og fer svo heim og hlustar á hvaðeina sem maður er hrifinn af hverju sinni. Ég hlusta á, með sólkónginn og allan hans mannskap frá lifrarpolli uppí hillu, oní pappakössum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
úpss
vantaði slóð fyrir skýrsluna sem ég sagði frá hér að neðan,.. er ekki alveg búinn að læra á þetta snið
http://news.bbc.co.uk/nol/shared/bsp/hi/pdfs/13_02_07_nn_unicef.pdf
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. febrúar 2007
velferð blessaðra barnanna
Fyrir skemmstu var birt skýrsla Unicef um velferð barna í 21 vestrænu ríki. Samkvæmt henni líður börnum bezt í Hollandi en verst á Bretlandi. Skýrsluna má lesa hér Svona er listinn, (klipptur hjá BBC):
1. Netherlands
2. Sweden
3. Denmark
4. Finland
5. Spain
6. Switzerland
7. Norway
8. Italy
9. Republic of Ireland
10. Belgium
11. Germany
12. Canada
13. Greece
14. Poland
15. Czech Republic
16. France
17. Portugal
18. Austria
19. Hungary
20. United States
21. United Kingdom
Því miður var Ísland ekki með í þessari rannsókn og þess vegna hefur ekkert verið um hana fjallað hjá okkar sjálfhverfu fjölmiðlum. Einhverra hluta vegna er ég ekki bjartsýnn á að við hefðum verið fyrir ofan miðju á þessum lista,...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)