Færsluflokkur: Dægurmál

flensuskrattinn...

...var næstum búínn að drepa mig, það get ég svarið. Ég hef ekki orðið svona veikur frá því að ég var krakki. Næstum óráð og ofskynjanir þegar verst lét. Núna herjar þessi fjári á dætur mínar og ætlar seint úr þeim blessuðum.

Maður heyrir af vinnustöðum hálflömuðum vegna flensunnar, gömlu fólki að hrökkva uppaf. Hvernig verður þetta þegar fuglaflensan vonda kemur austan úr heimi?


kemur ekki á óvart

Þegar ég var drengur austur á Seyðisfirði var okkur sagt í skólanum að maður fengi öll nauðsynleg fjörefni úr venjulegri fæðu. Löngu síðar las ég bók eftir brezkan næringarfræðing sem hélt því fram að maður gæti næstum lifað af brauðinu einu saman...

Annars er þetta orðin nokkuð gömul frétt, allavega hér á landi, því frá þessu var sagt á Rás 2 einhvern tíma fyrir hádegi í liðinni viku...

Adieu mes amies


mbl.is Fjörefnin banvæn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenzkir þingmenn í Vegas

Núna er tími árshátíða hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þetta eru oft skrautlegar samkomur eins og allir vita. Nú nýlega var haldin árshátíð þingmanna sem er kölluð Þingveizla. Árshátíð þingmanna er frábrugðin öðrum árshátíðum að því leyti hún er að öllu leyti kostuð af almannafé, við skattgreiðendur borgum brúsann.

 

Fyrir Þingveizluna er sagt frá því í fréttum að hún standi fyrir dyrum, sagt frá þeim hefðum sem ríkja, ræður í bundnu máli etc. Eftir veizluna er hins vegar ekkert að frétta, ekki múkk. Mesta lagi einn kviðlingur frá Halldóri Blöndal.

 

Nú bregður svo við að amk einn þingmaður segir frá veizlunni á bloggi sínu. Mesta fjörið segir hann hafi verið þegar þingmenn tóku að stíga dans. Hann segir hins vegar “What goes on in Vegas, stays in Vegas”. Þingmenn hafa möo bundizt þegjandi samkomulagi um að þegja um það sem fer fram á árshátíðinni.

 

Gallinn er sá að það koma fleiri að partíinu en þingmenn. Þarna eru þjónar, matreiðslumenn, skemmtikraftar og hljómsveitir. Þetta fólk er edrú og sér hlutina frá nokkuð öðrum kanti en þingmennirnir. Þetta fólk er heldur ekki með neitt samkomulag um þögn. Fræg er sagan af fyrrverandi forsætisráðherra lýðveldisins “dauðum” oní súpunni og ælunni sem kom á eftir. Þekktar eru sögur af öskurkeppni þingmanna, slagsmálum, rammfölskum söng, framhjáhaldi, almennu siðleysi og hroka. Nokkuð sem gerist eflaust á margri árshátíðinni, en vegna þess að þarna eru fulltrúar Alþingis að skemmta sér á kostnað lýðsins þá víkur nokkuð öðru við.

 

Það er nokkur skemmtan að sjá drukkna þingmenn stíga dans. Fjölmargir tónlistarmenn, þjónar og annað starfsfólk hefur oft hlegið í hljóði yfir tilþrifunum. Menn ljúga ekki svo glatt í dansi þótt þeir geri það í ræðustól. Í dansinum koma fram innstu þrár og langanir, menn afhjúpa persónuleika sinn óafvitandi.

 

Ágúst Ólafur þingmaður er klókur því hann veit að ef alenningur fengi að sjá í fjölmiðlum hvernig þingmenn éta, drekka og dansa þá yrðu þeir fljótt beðnir um að borga brúsann sjálfir.


Þetta er soldið spúkí

Rakst á þesa grein á netinu og heillaðist algerlega: 

 

Marcus Chown is the cosmology consultant for New Scientist magazine and specialises in the Big Bang and parallel universes. In his latest book, The Never-Ending Days Of Being Dead (Faber), he looks at theories suggesting galaxies might be generated by a computer program, and that we'll all be resurrected in the dying days of the universe.

Let’s start with something simple: Why are we here?
Well, science can’t give an answer.

Where did the universe come from?
We know it exploded into being in a big bang. The evidence for that is everywhere – you turn on your television and about one per cent of the static between channels is the afterglow of the Big Bang. But as to where it came from, we still don’t know. There is an idea that there might have been other big bangs, going back almost into the infinite past but that just kind of pushes the question further back. Someone’s always going to ask: ‘What came before that?’

Where does the universe end? And what’s beyond it?
When we talk about the universe, we mean the observable universe. The universe has a horizon. According to the standard idea, called inflation, there’s an infinite amount beyond the horizon. If the universe is a soap bubble, beyond it are an infinite number of soap bubbles each containing stars and galaxies. There’s an unavoidable conclusion to this standard picture of physics that, in these other bubbles beyond the horizon, everything is repeated an infinite number of times – Elvis didn’t die on that loo eating a burger but is still alive in an infinite number of places. This is cosmology’s dirty little secret. It does seem that our universe is not the only universe there is, by a long, long way.

Do you believe that?
There are at least five or six different directions in science where nature is hammering us over the head, telling us this is not the only universe, though it’s difficult for us to accept. At the start of the 20th century, we simply thought our galaxy was the Milky Way but it keeps getting bigger and bigger – we had no idea it was one among tens of billions of galaxies. It seems now to be taking this huge leap where we think everything we see in our universe is just one among an infinite number of universes. That does seem to be what nature is telling us.

How likely is it we’ll ever meet our double?
It’s theoretically possible. The horizon is growing all the time so we’re seeing more and more of the universe. The problem is the nearest other domain where we’re having exactly this same conversation is a long, long way away. It would take that expanding bubble a long time to get there. And by the time it gets there, all the stars and everything would have burned out so there’d be nothing to see [laughs]. We discovered something in 1998 that blew physics apart, called dark energy, which is that the expansion of the universe, contrary to all expectations, seems to be speeding up. The Big Bang fired off shrapnel into space and you’d expect the expansion to slow down, but it’s getting faster and faster, shrinking the horizon, so we can see more and more. But we’re not likely to bump into our doubles in the near future.

There’s an idea that our universe could have been created as an experiment in someone’s garage

 

Does what we scientifically know about the Big Bang, dinosaurs and evolution prove God doesn’t exist?
Obviously, the timescale in the Bible is wrong – we know the universe is 13.7billion years old, whereas Christians say it started about 4004 BC. We have a lot of evidence of this age, so creationists say God has put the wrong evidence around to put us off track. Oddly, a lot of scientists are quite religious – one of the first people who came up with the idea of the Big Bang was a Catholic priest – but one of the most striking things as we look out across the universe is there’s no evidence of a supernatural force.

What do you think about creationism and intelligent design being taught in science classes in British schools?
Well, it’s not a science. We live in a world where we have antibiotics, pure running water and technology that makes our lives, on the whole, better. To throw all that out of the window is very scary. It isn’t simply that they want to establish creationism as a science, but they want to remove the alternatives. To go back to a medieval superstitious time is very worrying.

It’s been suggested that, if the universe came from a speck, it might be possible to create a universe in a lab. What would you need in your science kit?
We know that this process, called inflation, happened in the first few seconds of the universe – a very unusual state of matter with what’s called repulsive gravity. So, really, if you want to make a universe, all you need to do is recreate that state.

How?
If you got a bit of matter in a lab and you were to squeeze it down to an enormous density, inflation would be triggered and it would create a ‘baby universe’. In practice, it’s way beyond our technological capabilities but it’s not impossible. Accepting that we’re not the only intelligence in the universe, what if one civilisation in every galaxy at some point in its history did this experiment? There would be a hundred billion ‘daughter universes’ created. This has led to the idea that our universe could possibly have been created as an experiment in someone’s garage, with someone somewhere compressing a piece of matter to see what happened.

Another interesting theory suggests that trillions of years after our deaths, we’ll all be instantaneously resurrected in the last days of the universe with an eternity of existence stretching out in front of us. Have some of these guys been on the wacky baccy?
It is an out-there idea. But, believe it or not, the man behind it isn’t religious. In fact, his family died at Auschwitz so it’s perhaps understandable that he’d like to see all his family again. We face the problem that the universe is going to end, so it’s likely we would want to engineer a future – it’s basic survival instinct. This scientist suggests a rather odd future universe that we’d have to engineer. He suggests we’d all be recreated on virtually a computer simulation at the end of time. It’s a way-out piece of thinking but when I was speaking to him, my dog had just died and he said: ‘Don’t worry about that – you’ll meet your dog again at the end of time in this computer simulation.’ So he obviously believed it.

A lot of these ideas seem pretty ‘out there’.
Imaginative people have to dare to be wrong to move the frontiers of science forward.

Will we ever find ET?
I hope so but one of my worries is that we wouldn’t be able to see it. The reason we know a tree isn’t man-made is because it’s so complicated – but technology is becoming so complicated that it’ll become indistinguishable from a natural thing. So, if there’s a civilisation years ahead of us, it could be that we wouldn’t be able to recognise it.

So they could be here already?
We think they’d use radio dishes to communicate, so we look for radio waves. Their communication could be going through our office or living room in a form we don’t recognise. I’m certain that there are extra-terrestrials out there but it will be very difficult to spot them. The evidence could be out there, staring us in the face, and we wouldn’t know.


Blástjarnan

Í stjörnumerkinu Lyra er skærust stjarna sem ber heitið Vega. Akkúrat núna þegar þetta er skrifað skín hún svo fagurlega á suðurhimninum, ca 40´fyrir ofan sjóndeildarhring í hásuðri. Á íslenzku heitir hún Blástjarna. Hún gleður auga gamals sjómanns sem lærði á stjörnuhimininn á löngum siglingum með Íslandsströndum veturinn 1972 - 3.

Blástjarnan er fögur, hún er ein skærasta stjarna festingarinnar og fer aldrei undir sjóndeildarhring hér á norðurslóð. Hún myndar ásamt Altair í Erninum og Deneb í Svaninum þríhyrning sem margir þekkja og er áberandi á vornóttum.

Blástjarnan er stjarna músíkanta því hún er Alpha Lyrae, skærust stjarna í Hörpunni. Hún er líka ein af örfáum sem eiga sér íslenzkt nafn. Það er furðulegt að ekki skuli hafa varðveizt nöfn stjarnanna á norrænum málum eins mikið og forfeður okkar navigeruðu og þurftu þar af leiðandi að kunna vel á festinguna.

Ekki langt frá Vegu er Arcturus, hann er vestar og aðeins lægra á himninum. Skær og fögur stjarna sem gleður líka.

Ég er óttalegur stjörnuglápari og get gleymt mér tímunum saman vegna fegurðarinnar. Synd að við borgarbúar skulum hafa fórnað þeirri fegurð með ljósmengun. En það má samt sjá þær skærustu og gleðjast yfir þeim. Svo má alltaf bregða sér útfyrir bæinn, finna sér stað þar sem hægt er að leggjast á bakið og týna sér í dýrð himinsins. Ekki verra að hafa tónlist við hæfi í eyrunum.


Fríkirkjuvegur 11

Nú verður Fríkirkjuvegur 11 að safni um fyrsta nútíma kapitalistann á Íslandi. Vissulega merkismaður Thor Jensen, nobilitet samfara kúltúr og metnaði. Og sýndarmennsku. Fríkirkjuvegur 11 kostaði hið sama og allar tekjur Reykjavíkurbæjar á einu ári uppúr aldamótum 1900.

En hvar er minnisvarðinn um fólkið sem Thor Jensen arðrændi til að skapa þennan auð? Héðinn Valdimarsson frá hné og uppúr á Hringbraut? Hvar er minnisvarðinn um sjómennina sem drukknuðu? Hvar er minnisvarðinn um sjómennina sem þurftu að berjast fyrir vökulögunum? Hvar er safnið um konurnar og börnin sem þræluðu í kulda, bleytu og vosbúð fyrir nánös í kaup?

Thor Jensen gaf súpu þegar spænska veikin geysaði 1918 og þótti mörgum öðlingsverk. Thor vissi hins vegar að ef mannskapurinn hríðfélli yrði enginn til að vinna og viðhalda arðseminni.

Matti Jó smíðaði orð um menn eins og Thor; athafnaskáld. Vont orð því skáld byggja ekki auðlegð sína á því að kúga fólk. Thor Jensen skapaði vinnu og tækifæri og fyrir það er hans minnst fyrst og fremst. Hann var ekki skáld, hann var kapítalisti og nýtti þau tækifæri sem gáfust.

Það verður að segjast strax og nú að við íslendingar hefðum getað verið miklu óheppnari með okkar fyrsta nútímakapitalista en Thor. Eftir því sem maður hefur lesið og séð, þá var þetta toppmaður, en barn síns tíma.

Það er allt í lagi að afkomandi Thors skuli reisa honum safn með miklum tilkostnaði, en hvað verður á þessu safni? Verða launaseðlar Reykvískra verka og sjómanna til sýnis? Verða myndir af líkum sjómannanna sem fórust á togurunum? Sennilega ekki, og þó...

Verst er að þessi verkalýður og sjómenn eiga sér ekkert safn og saga þeirra í atvinnulífinu er sífellt að mást. Nú er tækifæri fyrir ASÍ og samtök launafólks að koma upp safni sem sýnir hverju íslenzk alþýða fórnaði fyrir þann auð sem skapaðist og veittist á fáar hendur.

Það metnaðar og skeytingarleysi svíður okkur afkomendum fátæks verkafólks í Reykjavík hvað mest.

Það safn þarf ekki að kosta milljarð og vera hýst í glæsihöll.


Bretarnir fara

Nú berast þær fréttir að Bretar ætli að draga herlið sitt frá Írak í áföngum. Þetta hlýtur að vera áfall fyrir Bandaríkjaforseta, sem ætlar að auka herlið  í landinu.  Hvað ætli þeir segi við þessu mennirnir sem komu okkur íslendingum á listi yfir hinar staðföstu þjóðir?


Venus og máninn

Góutunglið er nýkviknað og nú má sjá fallega sjón á vesturhimninum við sólsetur, Venus einsog demantur rétt hjá nýja tunglinu, afskaplega fallegt.

Það er hins vegar það helzt að frétta af mánanum að 3. marz nk verður almyrkvi á tungli. Ég bið allar góðar vættir að hafa heiðskýrt þá nóttina.

 Ég hef einu sinni séð almyrkva á tungli og það er ógleymanleg sjón.


Evrópusýn

Hvað getur maður sagt? Eiki bleiki fer til Helskinki og syngur í Eurovision, 21 ári eftir að hann fór fyrst til Bergen með Gleðibankann.

Það eru auðvitað allir búnir að gleyma því en Eurovision er keppni höfunda ekki söngvara. Eiríkur Hauksson fékk tam verðlaun í gærkvöld ekki höfundar lags og ljóðs, sem sýnir að Sjónvarpið er ekki að fatta þessa keppni.

Þannig veltist nú veröldin, það eru túlkendur sem sigra heiminn, ekki skapendur.

Mikið var í þetta lagt af hálfu Sjónvarpsins og vonandi hafði fólk einhverja skemmtan af þessu öllu saman. Ég fyrir mitt leyti fylgdist með þessu með öðru eyra og auga og hefði kosið Heiðu og dr. Gunna ef ég hefði nennt. Sem sýnir að ég hef ekkert vit á þessu því þeirra lag var ekki á top 3 listanum.

Það hefur einhver snillingur hjá EBU sett þá reglu í árdaga að hvert lag mætti aðeins vara í 3 mínútur. Hvílík sýn sem hefur bjargað mörgum frá klukkutímum af leiðindum þegar allt er saman lagt í þau ár sem þessi keppni hefur staðið.

Rokkið í gamla daga var ekki að eyða tíma í óþarfa, ekki heldur pönkið. Tímanum var ekki sóað í tilgangslausar endurtekningar og módúlasjónir. Menn komu sér beint að kjarna málsins og kláruðu dæmið á uþb 2´11´´

Til að bjarga Eurovision keppninni úr þeim pytti meðalmennsku og ófrumleika sem hún hefur alltaf dvalið, legg ég til eftirfarandi stífar reglur fyrir næstu keppni til að kippa þessu uppá yfirborðið:

1. Styttur tími fyrir hvert lag, 2 mínútur og 11 sekúndur max
2. Engir dansarar
3. Öll tónlist verði flutt "live"
4. Aðeins einlitir búningar
5. Aðeins notaðar 2 kamerur og 2 kastarar
6. Aðeins sungið á Esperanto

Þetta eru aðeins nokkrar hugmyndir skrifaðar beint á blað, en ein afskaplega snjöll lausn væri sú að fá Hilmar Örn Hilmarsson til að semja Dogma reglur fyrir keppnina í samvinnu við Lars Von Trier.

Adieu mes amies,

raggissimo


Ung vinstri græn um kynlíf og nekt

Ég hnaut um klausu sem birtist í fréttatilkynningu Ung vinstri grænna vegna fyrirhugaðrar klámráðstefnu á Íslandi;

"Ung vinstri-græn eru ekki andvíg nekt né kynlífi sem hvoru tveggja er náttúrulegir og eðlilegir hlutir"

Mér hafði satt að segja ekki dottið í hug að það gæti verið hugsanlegt að UVG væru á móti nekt. Það eru bara teprulegar gamlar kerlingar í Sjálfstæðisflokknum sem eru á móti nekt. Þær hafa þó með sér félagasskap sem kallast Hvöt, þannig að þeim er etv ekki alls varnað.

Yfirlýsing UVG um kynlífið markar hins vegar alger tímamót. Þetta er í fyrsta skipti í heiminum svo ég viti til að stjórnmálahreyfing hafi fundið sig knúna til að gefa út yfirlýsingu í þessa veru.

Hvers vegna þurfa pólitísk samtök eins og UVG að koma með þessa yfirlýsingu? Var einhver að halda einhverju fram um UVG sem ég hef misst af?

Rökstuðningurinn er ekki síður athyglisverður. Hafa einhverjir nema dementeruð öfgarelegíus fífl haldið því fram að kynlíf og nekt sé ónáttúrulegt og óeðlilegt?

Það er hins vegar lokaorðið sem veldur mér nokkrum ugg um hugmyndafræðilegt heilbrigði UVG. Það er orðið "hlutir".

Er kynlíf virkilega orðið objektívt? Nekt? Svör óskast.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband