Föstudagur, 16. febrúar 2007
Árni Johnsen klikkar ekki
Sá Árna Johnsen í einhverri auglýsingu með Silvíu Nótt í gærkvöld. Þau voru á Austurvelli og hann skyggði á musteri hins íslenzka þingræðis.
Heyrði hann segja í fréttum að Bakkafjöruhöfn væri úrræði númer tvö í samgöngumálum Eyjamanna, jarðgöng væru númer eitt tvö og þrjú.
"Viss tæknileg mistök" eina ferðina enn.
Það er hins vegar staðreynd að sú setning er einhver bezta sjálfslýsing seinni tíma, það er sama hvað Árni Johnsen tekur að sér, söng, gítarspil, myndhögg, sagnagerð, byggingar, gólfdúka, óðalssteina, alltaf verða honum á viss tæknileg mistök.
Athugasemdir
Hann varð líka svolítið langleitur strax á eftir eins og hann áttaði sig á þessum tæknilegu mistökum en hann var greinilega ekki viss á hver þau væru eins og einatt áður.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.2.2007 kl. 11:41
Hehehe, mér virðist sem allt sem manngreyið gerir, vera ein stór tæknileg mistök, líkt og þegar hann mætti í Tungnaréttir um árið með gítarinn, og varð svo hálf-kindarlegur á svipinn þegar söngfólk í Tungunum safnaðist saman hinu megin í almenninginn til að syngja - án Árna!
Annars gaman að lesa þig kæri frændi!
Berglind Nanna Ólínudóttir, 16.2.2007 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.