Ung vinstri græn um kynlíf og nekt

Ég hnaut um klausu sem birtist í fréttatilkynningu Ung vinstri grænna vegna fyrirhugaðrar klámráðstefnu á Íslandi;

"Ung vinstri-græn eru ekki andvíg nekt né kynlífi sem hvoru tveggja er náttúrulegir og eðlilegir hlutir"

Mér hafði satt að segja ekki dottið í hug að það gæti verið hugsanlegt að UVG væru á móti nekt. Það eru bara teprulegar gamlar kerlingar í Sjálfstæðisflokknum sem eru á móti nekt. Þær hafa þó með sér félagasskap sem kallast Hvöt, þannig að þeim er etv ekki alls varnað.

Yfirlýsing UVG um kynlífið markar hins vegar alger tímamót. Þetta er í fyrsta skipti í heiminum svo ég viti til að stjórnmálahreyfing hafi fundið sig knúna til að gefa út yfirlýsingu í þessa veru.

Hvers vegna þurfa pólitísk samtök eins og UVG að koma með þessa yfirlýsingu? Var einhver að halda einhverju fram um UVG sem ég hef misst af?

Rökstuðningurinn er ekki síður athyglisverður. Hafa einhverjir nema dementeruð öfgarelegíus fífl haldið því fram að kynlíf og nekt sé ónáttúrulegt og óeðlilegt?

Það er hins vegar lokaorðið sem veldur mér nokkrum ugg um hugmyndafræðilegt heilbrigði UVG. Það er orðið "hlutir".

Er kynlíf virkilega orðið objektívt? Nekt? Svör óskast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Öfgarelegíus fífl....frábærlega fangandi lýsing.  Já þetta er merkileg og ábúðarfull yfirlýsing og öruglegga löngu tímabær. Það er þó nýtt fyrir mér að heyra að til séu manneskjur, sem eru á móti kynlífi.  Mér datt það satt að segja ekki í hug.  Það því gott hjá UVG að sporna við slíkri fásinnu áður en illa fer.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.2.2007 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband