Evrópusýn

Hvað getur maður sagt? Eiki bleiki fer til Helskinki og syngur í Eurovision, 21 ári eftir að hann fór fyrst til Bergen með Gleðibankann.

Það eru auðvitað allir búnir að gleyma því en Eurovision er keppni höfunda ekki söngvara. Eiríkur Hauksson fékk tam verðlaun í gærkvöld ekki höfundar lags og ljóðs, sem sýnir að Sjónvarpið er ekki að fatta þessa keppni.

Þannig veltist nú veröldin, það eru túlkendur sem sigra heiminn, ekki skapendur.

Mikið var í þetta lagt af hálfu Sjónvarpsins og vonandi hafði fólk einhverja skemmtan af þessu öllu saman. Ég fyrir mitt leyti fylgdist með þessu með öðru eyra og auga og hefði kosið Heiðu og dr. Gunna ef ég hefði nennt. Sem sýnir að ég hef ekkert vit á þessu því þeirra lag var ekki á top 3 listanum.

Það hefur einhver snillingur hjá EBU sett þá reglu í árdaga að hvert lag mætti aðeins vara í 3 mínútur. Hvílík sýn sem hefur bjargað mörgum frá klukkutímum af leiðindum þegar allt er saman lagt í þau ár sem þessi keppni hefur staðið.

Rokkið í gamla daga var ekki að eyða tíma í óþarfa, ekki heldur pönkið. Tímanum var ekki sóað í tilgangslausar endurtekningar og módúlasjónir. Menn komu sér beint að kjarna málsins og kláruðu dæmið á uþb 2´11´´

Til að bjarga Eurovision keppninni úr þeim pytti meðalmennsku og ófrumleika sem hún hefur alltaf dvalið, legg ég til eftirfarandi stífar reglur fyrir næstu keppni til að kippa þessu uppá yfirborðið:

1. Styttur tími fyrir hvert lag, 2 mínútur og 11 sekúndur max
2. Engir dansarar
3. Öll tónlist verði flutt "live"
4. Aðeins einlitir búningar
5. Aðeins notaðar 2 kamerur og 2 kastarar
6. Aðeins sungið á Esperanto

Þetta eru aðeins nokkrar hugmyndir skrifaðar beint á blað, en ein afskaplega snjöll lausn væri sú að fá Hilmar Örn Hilmarsson til að semja Dogma reglur fyrir keppnina í samvinnu við Lars Von Trier.

Adieu mes amies,

raggissimo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jamm...hvað skyldi skaparinn hafa nagað sig oft í handarbökin yfir að hafa skapað túlkarann.

En þökk sé honum þó fyrrir það. Án þess hefðum við ekki fengið að upplifa Gunnar í krossinum, Eika bleika, Gúnda í byrginu og Geir Ólafsson...já og lífið yfirleitt. 

Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2007 kl. 10:46

2 Smámynd: Berglind Nanna Ólínudóttir

Þetta eru frábærar hugmyndir frændi! Styð þig heilshugar í þessu, og skal gefa þér atkvæði mitt, komi þessar tillögur í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins og vera ber um jafn mikilvæg mál og Eurovision, sem snertir jú alla þjóðina! Verð nú samt að viðurkenna, að ég steingleymdi keppninni í gær, og kveikti ekki á sjónvarpinu fyrr en klukkan var langt gengin í 11. Ætli ég sé þá and-þjóðfélagslega sinnuð? Maður veltir því nú fyrir sér í ljósi allrar umræðunnar.

Bestu kveðjur! 

Berglind Nanna Ólínudóttir, 18.2.2007 kl. 14:47

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

 ATH! Merkileg skilaboð í gestabókinni þinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.2.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband