Fríkirkjuvegur 11

Nú verður Fríkirkjuvegur 11 að safni um fyrsta nútíma kapitalistann á Íslandi. Vissulega merkismaður Thor Jensen, nobilitet samfara kúltúr og metnaði. Og sýndarmennsku. Fríkirkjuvegur 11 kostaði hið sama og allar tekjur Reykjavíkurbæjar á einu ári uppúr aldamótum 1900.

En hvar er minnisvarðinn um fólkið sem Thor Jensen arðrændi til að skapa þennan auð? Héðinn Valdimarsson frá hné og uppúr á Hringbraut? Hvar er minnisvarðinn um sjómennina sem drukknuðu? Hvar er minnisvarðinn um sjómennina sem þurftu að berjast fyrir vökulögunum? Hvar er safnið um konurnar og börnin sem þræluðu í kulda, bleytu og vosbúð fyrir nánös í kaup?

Thor Jensen gaf súpu þegar spænska veikin geysaði 1918 og þótti mörgum öðlingsverk. Thor vissi hins vegar að ef mannskapurinn hríðfélli yrði enginn til að vinna og viðhalda arðseminni.

Matti Jó smíðaði orð um menn eins og Thor; athafnaskáld. Vont orð því skáld byggja ekki auðlegð sína á því að kúga fólk. Thor Jensen skapaði vinnu og tækifæri og fyrir það er hans minnst fyrst og fremst. Hann var ekki skáld, hann var kapítalisti og nýtti þau tækifæri sem gáfust.

Það verður að segjast strax og nú að við íslendingar hefðum getað verið miklu óheppnari með okkar fyrsta nútímakapitalista en Thor. Eftir því sem maður hefur lesið og séð, þá var þetta toppmaður, en barn síns tíma.

Það er allt í lagi að afkomandi Thors skuli reisa honum safn með miklum tilkostnaði, en hvað verður á þessu safni? Verða launaseðlar Reykvískra verka og sjómanna til sýnis? Verða myndir af líkum sjómannanna sem fórust á togurunum? Sennilega ekki, og þó...

Verst er að þessi verkalýður og sjómenn eiga sér ekkert safn og saga þeirra í atvinnulífinu er sífellt að mást. Nú er tækifæri fyrir ASÍ og samtök launafólks að koma upp safni sem sýnir hverju íslenzk alþýða fórnaði fyrir þann auð sem skapaðist og veittist á fáar hendur.

Það metnaðar og skeytingarleysi svíður okkur afkomendum fátæks verkafólks í Reykjavík hvað mest.

Það safn þarf ekki að kosta milljarð og vera hýst í glæsihöll.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Saga alþýðunnar yrði sennilega of dapurleg til að trekkja.  Alveg er ég hjartanlega sammála þér um þessa upphafningu arðræningja, sem áttu allan sinn ljóma af eldi fátækra manna.  Það er komið gott af auðsdýrkun hér og gott af þessu kossum á vöndinn.

En í okkur er blóð þræla og kónga, svo það skýrir væntanlega þennan geðklofa, sem riðið hefur húsum frá upphafi byggðar.

(Sendi þér póst..en fékk ekki svar). 

Jón Steinar Ragnarsson, 23.2.2007 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband