Íslenzkir þingmenn í Vegas

Núna er tími árshátíða hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þetta eru oft skrautlegar samkomur eins og allir vita. Nú nýlega var haldin árshátíð þingmanna sem er kölluð Þingveizla. Árshátíð þingmanna er frábrugðin öðrum árshátíðum að því leyti hún er að öllu leyti kostuð af almannafé, við skattgreiðendur borgum brúsann.

 

Fyrir Þingveizluna er sagt frá því í fréttum að hún standi fyrir dyrum, sagt frá þeim hefðum sem ríkja, ræður í bundnu máli etc. Eftir veizluna er hins vegar ekkert að frétta, ekki múkk. Mesta lagi einn kviðlingur frá Halldóri Blöndal.

 

Nú bregður svo við að amk einn þingmaður segir frá veizlunni á bloggi sínu. Mesta fjörið segir hann hafi verið þegar þingmenn tóku að stíga dans. Hann segir hins vegar “What goes on in Vegas, stays in Vegas”. Þingmenn hafa möo bundizt þegjandi samkomulagi um að þegja um það sem fer fram á árshátíðinni.

 

Gallinn er sá að það koma fleiri að partíinu en þingmenn. Þarna eru þjónar, matreiðslumenn, skemmtikraftar og hljómsveitir. Þetta fólk er edrú og sér hlutina frá nokkuð öðrum kanti en þingmennirnir. Þetta fólk er heldur ekki með neitt samkomulag um þögn. Fræg er sagan af fyrrverandi forsætisráðherra lýðveldisins “dauðum” oní súpunni og ælunni sem kom á eftir. Þekktar eru sögur af öskurkeppni þingmanna, slagsmálum, rammfölskum söng, framhjáhaldi, almennu siðleysi og hroka. Nokkuð sem gerist eflaust á margri árshátíðinni, en vegna þess að þarna eru fulltrúar Alþingis að skemmta sér á kostnað lýðsins þá víkur nokkuð öðru við.

 

Það er nokkur skemmtan að sjá drukkna þingmenn stíga dans. Fjölmargir tónlistarmenn, þjónar og annað starfsfólk hefur oft hlegið í hljóði yfir tilþrifunum. Menn ljúga ekki svo glatt í dansi þótt þeir geri það í ræðustól. Í dansinum koma fram innstu þrár og langanir, menn afhjúpa persónuleika sinn óafvitandi.

 

Ágúst Ólafur þingmaður er klókur því hann veit að ef alenningur fengi að sjá í fjölmiðlum hvernig þingmenn éta, drekka og dansa þá yrðu þeir fljótt beðnir um að borga brúsann sjálfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guð hjálpi þingheimi ef ég færi að skrifta um fyllerí mín með ýmsum pípuhöttum þessa lands.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.3.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband