lambakjöt

Frá því að ég man eftir mér hefur verið tönglazt á því að íslenzkt lambakjöt sé það bezta í heiminum. Það var bara ekki spurning, íslenzkt lambakjöt það bezta og furðulegt að útlendingar skyldu ekki fatta þessa augljósu staðreynd.

Þessi heilaspuni hefur verið notaður sem réttlæting á ótrúlegum fjáraustri í sauðfjárbændur, nú á að setja hátt í 20 milljarða á nokkrum árum í rollubúskapinn. Og það segir enginn orð, aðeins muldrað eitthvað útí horni á svona síðum eins og þessari.

Þessi lygi með íslenzka lambakjötið er ótrúlega lífsseig, seigari en lygin um íslenzka vatnið, fallegustu konurnar etc.

Eftir að ég stálpaðist og fór að ferðast útí heim þá gerði ég mér far um að bragði lambakjöt í hinum ýmsu löndum, Ítalíu, Grikklandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja Sjálandi og viti menn, lambakjöt er bara lambakjöt, hvar svo sem í heiminum sem það er. Bara mismunandi matreiðsla og þar erum við ekki framarlega.

Það er eitthvað svo trist þegar er verið að reyna að halda í svona asnalega mýtu um bezta lambakjötið. Enn verra þegar teknir eru tugmilljarðar úr sameiginlegum sjóði landsmanna til að halda þessari mýtu á lofti. Skrítið að enginn skuli vilja kaupa þetta bezta lambakjöt í heimi.

Staðreyndin er sú að sauðfé þrífst bezt á harðbýlu landi, jaðarsvæðum og er þess vegna ekki ræktað af sama offorsi og nautgripir eða svín.

Sauðfé gengur alls staðar sjálfala í heiminum nema hér. Hér eru byggðar miklar byggingar til að hýsa féð að vetri og kostnaðurinn er miklu meiri hér en annars staðar.

Það væri hagkvæmara að flytja inn lambakjöt frá Nýja Sjálandi, frá andfætlingum vorum frekar en að framleiða það hér. Setjum sauðfé á safn og hættum þessari blekkingu og vitleysu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já ketið er líklega jafn seigt og lýgin.

Þú kemur þér svo skemmtilega frá þér að ég get ekki verið annað en algerlega sammála.  Viðurkenni að ég hef ekki komið auga á þessa blekkingu enda marga stórar sem stundum skyggja á eins og ég hef verið að þusa um á mínu bloggi.

Ef blekkingin er nógu grand og á henni klifað, þá verður hún að staðreynd.

Þætti gaman að heyra frá þér hingað á Sigló, sakna ykkar dáðadrengja og stúlkna strax: joncinema@gmail.com 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.3.2007 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband