Laugardagur, 17. mars 2007
Hlustunareintök?....
.... eru ekki öll hljóðrit hlustunareintök?
Volta spiluð í fyrsta sinn á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja hérna hér....þeir láta ekki deigið síga í hugtakasmíðinni þessir. Út frá þessu má þá líka benda á orðskrípið Lestrarbók, sem er væntanlega til aðgreiningar frá textalausum bókum eða bókum, þar sem búið er að líma síðurnar saman.
Þetta er þó þolanlegra en Oxymoronin Fulltrúalýðræði og Varnarsigur.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.3.2007 kl. 22:41
hehehe! Gegnsæi tungunnar! Menn "nýyrðasmíða" ekki skýrar en þeir huxa...
Magnús Ragnar Einarsson, 18.3.2007 kl. 10:19
Einstaklingar sem existera á "jaðrinum" virðast öðrum duglegri við kjánaorðasmíðina. Kannski er þörfin fyrir að slá um sig meiri þarna í ystu myrkrum en nær miðjunni. "Hlustunareintak" er bara eitt af mörgum sem meika engan sens...
Bloggið er gott og linkur kominn á það..
HH..
Hjörtur Howser, 18.3.2007 kl. 18:37
Hér er hlustunareintak af ástum samlyndra hjóna í austurlöndum fjær. Hver er svo að kvarta yfir jafnréttisstöðunni þar?
Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2007 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.