California Dreamin'

Hef aðeins dottið úr sambandi við netheima undanfarið, sem er gott því ég sé að ég er ekki háður þessari veröld eins og ég var farinn að óttast.

Mér finnst skrítið að enginn skuli skrifa um opinbera för 4 þingmanna til Kalifornæei. Opinber för þýðir að við skattgreiðendur berum kostnaðinn. Þingmennirnir 4 held ég séu enn ytra, verða að mér skilst í 14 daga för. Ég nenni ekki að reikna út kostnað, flug, gistingu, dagpeninga, risnu etc, en eitthvað segir mér að í þeim efnum verði ekki skorið við nögl.

Þarna er á ferðinni fríður flokkur fólks sem er á leið af þingi og mun ekki starfa þar í bráð. Hins vegar þótti Alþingi íslendinga bráða nauðsyn bera til að senda þennan mannskap vestur um haf til að fara í nokkur partí.

Það dregur ekki úr glæsileik sendinefndarinnar að með í för er eiginmaður forseta Alþingis. Bandaríkjamenn munu án efa hlýða með andakt ef hann flytur erindið "How To Succeed In Monopoly Capatalism In Modern Iceland Without Really Trying"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Valdemarsson

Erindið er sagnfræðilegt,

frelsisstríð Bandaríkjanna, og lagt út af;

"We shell overcome"

Kjartan Valdemarsson, 23.4.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband