Fimmtudagur, 13. mars 2008
Pólverjar á heimleið
Skv frétt á vef BBC þá eru Pólverjar á heimleið, víðs vegar að úr veröldinni. Í Póllandi hefur efnahagur tekið kipp uppá við og laun hafa margfaldast á innan við tveim árum.
Það má því búast við að Pólverjar yfirgefi Ísland í nokkrum stíl á næstunni vegna þessa.
Við skulum vona að við lendum ekki í því sama og Pólverjar, að þurfa að leita útfyrir landsteinana að vinnu. Þurfa að þola fyrirlitningu, lág laun, lélegan aðbúnað, rasisma og almenna fyrirlitningu eins og Íslendingar hafa boðið Pólverjunum uppá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.