Paradox

Eftir að hafa skoðað ummæli Dalai Lama betur fæ ég ekki annað séð en að þýðandi Moggans hafi eitthvað misskilið málið. Dalai Lama er sagður hafa talað um "Cultural genocide" í viðtali við fjölmiðla. Það er hins vegar nokkuð ljóst af viðtalinu að hann er ekki að tala um þjóðarmorð per se, heldur að verið sé að útrýma menningu Tíbeta. Þessi sérkennilega þýðing var líka notuð af fréttasofu RÚV. Vonlaust að skilja fréttina, bæði á mbl.is og RÚV, með öðrum hætti en þeim að kínvarjar væru að stunda einhvers konar menningarstarfsemi með þjóðarmorði í Tíbet.

Menningarlegt þjóðarmorð er paradox, þversögn, því hvernig er hægt að tengja svo yfirgengilegan glæp við menningu?

Þessi setning úr frétt CNN skýrir betur hvað Dalai Lama átti við:

"The Dalai Lama -- who fled his homeland 29 years ago after a failed uprising, said Tibet's "ancient cultural heritage" is threatened with extinction by China."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Svona er að hafa ekki almennilega þýðendur við hendina... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.3.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband