Imperatíf

Það fer alltaf í pirrurnar á mér þegar boðháttur er notaður í auglýsingum, reyndar oftast þegar hann er brúkaður í fjölmiðlum. Þetta er svo hrikalega hugmyndasnautt, svo verulega laust við allt sem heitir ímyndunarafl að það er með ólíkindum að þetta skuli viðgangast. Því þetta virkar ekki. Það virkar ekki að beinlínis skipa fólki að kaupa einhverja vöru eða þjónustu. Ég veit ekki hvað það eru margar auglýsingastofur á landinu, auglýsingafræðingar og spesíalistar í þörfum fólks, meira að segja er til sérstakir auglýsingasálfræðingar, en þetta lið er ekki að fatta málið.

"Gríptu tækifærið" "Njóttu augnabliksins" "Ekki missa af" etc, þetta er svo glataður stíll og ömurlegur. Enda sér maður þetta snið nánast aldrei notað tam í brezkum fjölmiðlum. Ég þekki líka til á Ítalíu, þar sem menn eru nú ekki feimnir við að nota boðhátt í daglegum samskiptum, en ekki í auglýsingum. Það er eitthvað svo brútalt og græðgislegt við boðháttinn.

Ég ætla að vera brútal við auglýsingabransann og nota boðháttinn í botn, HÆTTIÐIÐESSU!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Blöndal

Blessaður R. Elverhoj. Mikið rosalega er ég sammála þér þarna, sem og reyndar oftar. Auglabransinn notar líka mikið fullyrðingar sem fá ekki staðist og halda greinilega að maður trúi þeim. T.d. "....það eru ALLIR að hlusta" og "við tökum vel á móti þér"

Gísli Blöndal, 29.3.2008 kl. 16:43

2 Smámynd: Magnús Ragnar Einarsson

Mikið rétt, auglýsingabransinn þrífst fyrir handan mörk veruleikans, lofar meiru en hægt er að standa við, býr til væntingar og spilar á hégómagirnd. Oftast nær. Stundum er þetta í lagi en oftast eru íslenzkar auglýsingar húmorslaus heimska. Hananú.

Magnús Ragnar Einarsson, 29.3.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband