Páskar, Njáll og Páll

1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ţetta voru leiđinlegustu páskar lífs míns. Ekki ţađ ađ páskar hafi alltaf veriđ skemmtilegir á međan ţessari aumu jarđvist minni hefur stađiđ, öđru nćr. Páskar snérust fyrstu árin um súkkulađi og aftur súkkulađi. Ţví meira ţví betra. Örfáum árum síđar snérust páskar um partí og aftur partí, ţví lengri ţví betri. En partíin urđu á stundum gleđisnauđ, menn urđu oft snimmendis lens međ brenns og kvenfólk átti ţađ til ađ vera anzi hvumpiđ á ţessum tíma árs sem tengist ţeim kosmíska viđburđi; vernal equinox. Páskar urđu aftur skemmtilegir ţegar mađur eignađist afkvćmi. Ţar sem mér líđur alltaf hálf asnalega ţegar kemur ađ ţessu međ upprisu holdsins, sérstaklega eftir ađ ég sá miđaldamyndir af ţeim atburđi í kirkjum á Ítalíu, ţá hef ég horft fram hjá kristindóminum um páska, enda lít ég frekar á ţá sem vorblót en annađ. Tími til ađ sá. Páskarnir í ár voru súkkulađi og partísnauđir, ţví ég lá í lungnabólgu og hugleiddi hinstu rök tilverunnar á međan ég las kynjamyndir úr rúmteppinu, enda nánast međ óráđi. Ekki meir um ţađ, ţessari raun er lokiđ, rúmteppiđ er normalt aftur og hinstu rök tilverunnar óleyst verkefni. Ţađ var kalt ţessa páska enda hafa ţeir ekki veriđ svona snemma árs í 95 ár. Páskar eru veizla í farangrinum, ţeas aldrei á sama tíma frá ári til árs. Ţetta rugl međ tímasetningu páska er ćvagamall fjandi frá júđum sem kalkúleruđu páska ţannig ađ ţeir eru fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl eftir jafndćgur á vori og ţannig eru ţeir reiknađir enn í dag. Hananú. Ţau tíđendi bárust nú nýveriđ útum hinar dreifđu byggđir veraldar um páskana ađ Neil Aspinall vćri allur. Hann var stundum kallađur fimmti bítillinn, hvađ svo sem ţađ ţýddi. Ţađ voru margir sem gerđu tilkall til ţess titils, allt frá alkóliseruđum fótboltaköllum til arfaruglađra japanskra kellinga. Njalli var soldiđ spes, barnađi mömmu Pete Best, hún var töluvert eldri en Neil og lifir barniđ föđur sinn, Roeg heitir snáđinn. Neil var heilinn á bak viđ seinni tíma velgengni The Beatles, átti hugmyndina ađ Anthology, One og fleiri góđum hlutum sem auđguđu líf okkar bítlaađdáenda. Hann ţótti snjall samningamađur og dílađi viđ alla sem áttu eitthvađ erindi viđ The Beatles og hafđi jafnan sigur. Dauđi Njáls skyggđi hins vegar gersamlega á fráfall annars manns sem líka kom viđ sögu The Beatles. Hann gerđi ekki tilkall til numero cinque enda vissi hann varla hvađa fyrirbćri The Beatles var. Hann hét Paul Cole og sést ásamt The Beatles á plötuumslaginu Abbey Road. Ţađ er hćgt ađ greina hann ţar sem hann stendur á gangstéttinni, ca tommu frá höfđi Jóns, stendur viđ lögreglubíl og horfir á ţessa undarlegu prósessíu marsera á gangbrautinni. Hr. Cole hafđi ekki hugmynd um ađ hann vćri á mynd međ frćgustu hljómsveit sólkerfisins fyrr en ca ári síđar ţegar kona hans keypti plötuna. Cole hjónin voru í heimsókn í Lundúnum 1969 frá Flórída og voru ekki alveg í takt viđ tímann hvorki hugmyndafrćđilega, tónlistarlega og tízkulega séđ. Á međan frú Cole fór í tuskubúđ brá Paul sér á göngutúr ţennan ágústmorgun og ráfađi um hverfiđ sér til dćgrastyttingar. Hann var á spjalli viđ löggumann í bíl ţegar hann sá ţessa ungu beitarhúsmenn, nafna sinn berfćttann og ljómyndara uppí stiga útá miđri götu.Paul Cole lézt nokkru fyrir páska í hárri elli, 96 ára. Og eins og forsjónin vildi hafa ţađ, ţá lézt hann í hinu glađlega plássi Barefoot Bay á Florida.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband