Tony Rice

 

. tony rice

Upphefst nú blogg á ný eftir ágætt hlé. Að þessu sinni þá verður einungis músíkblogg á þessari síðu. Hugleiðingar, pælingar og jafnvel gagnrýni, ef ég nenni. En ekkert annað en tónlist og efni henni tengt verður hér að finna á næstunni. Hversu lengi ég held þetta út og hversu mikið og hvers oft ég skrifa verður bara að koma í ljós.

Byrjum á Tony Rice. Ég hlustaði töluvert á Tony fyrir ca aldarfjórðungi og var gersamlega heillaður af því hversu flúent hann spilaði. Tónninn jafn, jafnvel of sléttur, en elegansinn í spunanum var mjög sjarmerandi. Tæknin var slík og hraðinn svo flottur að hann minnti á hraðskreiða og gljáfægða eimreið. Hnökralaus áferð einkennir spilamennskuna, svo hnökralaus að hún er eins og fínasta silki í kvöldblænum.

Gallinn er sá að músíkin verður óspennandi þegar maður hlustar of mikið og of lengi. Eins og óverdós af vanillu.

Ég hafði ekki hlustað á Tony í mörg mörg ár þar til allt í einu rakst ég á eitthvað á YouTube með honum. Nú er ég búinn að setja töluvert af tónlist með honum á æpoddann.

Tony hefur elzt illa, það er hörmung að sjá hann og röddin er ónýt. Þetta var svona frekar viðkunnanlegur og myndarlegur sláni að sjá í den, grannur og með hormottu. Einhvers staðar las ég í framhaldinu að of mikið kók hafi spillt öllu hans lífi. Núna er hann sem útbrunnið horað hrak.

En hann getur svo sannarlega spilað, betri í dag en síðast þegar ég heyrði í honum. Raddleysið harma ég ekki, því hann var aldrei spes söngvari, en gítarleikurinn er fáránlega flottur. Hann er ennþá fyrirmynd ungra kassagítarleikara sem flattpikka, hann er ennþá á hæsta standard.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband