Café Rosenberg, In Memoriam

Café Rosenberg hefur brunnið þrisvar, nú síðast þegar eldurinn varð í Lækjargötu 2 og Austurstræti 22. Ég las hjá Agli Helgasyni að þarna hafi bara verið búllur og engin eftirsjá að þeim. Þessu er ég ósammála að hluta, Café Rosenberg var menningarstaður í bezta klassa, rekið af fagmanni með metnað og listrænt innsæi. CR var miðstöð akkústískrar tónlistar í Reykjavík enda vinsæll staður og menn urðu að mæta snemma til að fá sæti þegar stjörnur eins og Andrea Gylfa, Hrafnaspark eða Robin Nolan tríóið performereðu.

Þetta var líka notaleg krá í gömlum evrópskum stíl, góður matseðill og starfsólkið valið af kostgæfni. En fyrst og fremst var CR vettvangur fyrir fína músík af hljóðlátari sortinni og nú er mikil eftirsjá hjá fólki sem hefur ánægju af akkústískri tónlist. Í rauninni var CR eini staðurinn í miðbænum sem bauð uppá eitthvað annað en mórónískan epillubarning og hausverkjarokk.

Allir sem stunduðu staðinn þekktu vertinn sem var vakinn og sofinn yfir staðnum og fórust öll verk úr hendi af fyrirhafnarlausri fágun, enda menntaður þjónn hjá Hótel KEA, lærður kokkur sem og smiður og algert músíkfan.

Næsta sunnudag verða haldnir tónleikar í Loftkastalanum til styrktar Dodda vert sem stendur nú slyppur og snauður eftir eldsvoðann, missti allt sitt og fær það svo framan í sig að það verði ekki opnaðar neinar búllur á þessum stað aftur.

Í Loftkastalanum koma fram flestir þeir tónlistarmenn sem hafa spilað og sungið á CR, enda vilja þeir allir styðja sinn mann og hvetja hann til áframhaldandi vertmennsku því þeir vita að fínni, heiðarlegri og skemmtilegri vert er ekki að finna í miðborginni. Tónleikarnir verða auglýstir á næstunni.


mbl.is Bann sett við niðurrifi húsanna við Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég mæti á konsert. Sammála þér að það er eftirsjá í þessum stað framar öllum holum á þessu horni.  Vonandi kemur Doddi niður á alla fjóra.  Hann hefur sopið marga nauthólsvíkina í þessum fallvalta bransa.  

Jón Steinar Ragnarsson, 24.4.2007 kl. 15:51

2 Smámynd: Kjartan Valdemarsson

Ég vil sjá Dodda bakvið barinn í elsta húsi Reykjavíkur þar sem hann rak Fógetann um margra ára skeið.

Kjartan Valdemarsson, 24.4.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband