Villi Vill

Var að hlusta á úbartið í morgun. Fyrst BBC WS, sem er langbezta fréttastöðin, og svo Rás 2 sem er ennþá bezta músíkradíóið. Þar var verið að minnast þess að 30 ár eru liðin frá dauða Vilhjálms Vilhjálmssonar söngvara. Hann var íslendingum mikilll harmdauði. Hann söng sig inní huga og hjarta þjóðarinnar með sinni fallegu rödd og einlægu túlkun.

Hann var hins vegar ekki "góður" söngvari, þeas tæknilega var hann nokkuð tæpur, stundum hreinlega falskur. Sumar upptökur með honum ætti að setja á "hold". Hann komst ekki með tærnar þar sem systir hans skildi eftir sporin sín í þeim efnum, þvílíkur munur var á þeim. En hann átti þessa fögru rödd sem var verulega expressíf og hann túlkaði texta betur en aðrir dægurlagasöngvarar, sennilega sá bezti á eftir Magga Eiríks, og Ellý ov kors.

Textarnir hans voru ehemm, frekar slæmir. Meiningin góð og yrkisefnið fallegt, en úrvinnslan, rímið, ljóðstafir og myndhverfingar voru með þeim hætti að maður vildi óska þess að hann hefði bara haldið þessu fyrir sig og sína skúffu.

Ég man eftir honum og heyrði hann spila nokkrum sinnum, (spilaði meir að segja með honum á brúðkaupsdegi hans á Siglufirði 1976, en það er önnur saga) sérstaklega með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar. Það var hörkuband, verulega pró og Villi var mjög flottur bassaleikari. Spilaði flott sving og var flinkur. Sól og fönk lá sérstaklega vel fyrir honum man ég og hann naut þess að spila, það bæði sá maður og fann.

En það er eflaust túlkun hans á texta sem gerði hann jafnvinsælan og raun ber vitni. Hún var meira en skýr texti og artikúleraðar fraseringar, þetta var innlifun sem ekki margir söngvarar geta skilað án þess að virka tilgerðarlegir og hjárænulegir. Þeir eru ekki margir söngvararnir sem kunna og kunnu þessa kúnst, sennilega bara Maggi Eiríks, og Ellý ov kors. Guði sé lof fyrir þær fínu sálir.

Og takk líka fyrir Villa Vill, það er gott að vita að minningu hans er haldið á lofti og gott að vita að ungir söngvarar hafa hann sem fyrirmynd enn þann dag í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

"En það er eflaust túlkun hans á texta sem gerði hann jafnvinsælan og raun ber vitni. Hún var meira en skýr texti og artikúleraðar fraseringar, þetta var innlifun sem ekki margir söngvarar geta skilað án þess að virka tilgerðarlegir og hjárænulegir. Þeir eru ekki margir söngvararnir sem kunna og kunnu þessa kúnst, sennilega bara Maggi Eiríks, og Ellý ov kors."

Ég hef Pálma Gunnarsson í þessum sérflokki líka.

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.3.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband