Vitleysisgangur

 Mér er gersamlega fyrirmunað að skilja þessa bílstjóra sem segjast vera mótmæla háu eldsneytisverði en eru í raun að beita samborgara sína tilgangslausu og fíflalegu ofbeldi. Þetta er ólöglegt athæfi og með ólíkindum að lögreglan beiti sér ekki af krafti gegn þessari vitleysu. Ég skil ekki hvernig þeir komast upp með þetta dag eftir dag. Þetta er með ólíkindum miklum.

Veslings bílstjórarnir virðast ekki skilja að eldsneytisverð er ekki ákveðið af íslenzkum pólitíkusum. Það skiptir nákvæmlega engu máli þótt þeir þenji flautur sínar og stífli umferð um alla framtíð, það mun ekki breyta neinu. Þessi "mótmæli" eru einhverjar þær tilgangslausustu æfingar í vitleysu sem maður hefur orðið vitni að.


mbl.is Mikill hiti í bílstjórum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aprílgabb? Jess?

Mér finnst það ekki stórmannlegt að hringja eitt lítið símtal og tilkynna brottrekstur með þessum hætti. Svona gera bara litlir kallar. Þetta hlýtur að vera aprílgabb.

Pæliði í því, fólkið er búið að skipuleggja framtíð sína með þessa keppni í huga, leggja ómælda vinnu og listrænan metnað í performansinn svo er það bara rekið! Ég meinaða. Aprílgabb.

Ég missti hökuna í gólfið þegar ég las að Páll Óskar poppstjarna hefði sagt Regínu og Ómar ekki RÁÐA við lagið, ekki RÁÐA við lagið!! Og þess vegna voru dansararnir reknir!! Þetta slær allt út. Ég hélt að við lifðum á svo póstmódernískum tíma að aprílgabbið væri dautt, póstmódernisminn er nebbnilega eitt dúndurstórt risamega aprílgabb.

 Þangað til ég las þessa frétt sem ég trúði í eina nanósekúndu, en svo fattaði ég að mbl.is hefði tekizt hið ómögulega, pródúserað eitt stykki önbílívebúl aprílfokkingabb.

Ég er aksjúallí að springa úr hlátri, þetta er bezta, nei langbezta aprílgabb ever.


mbl.is Dönsurum Euro-bandsins sparkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Drop The Mobile"

 

Óhugnanleg morgunlesning í The Independent:

 Mobile phones 'more dangerous than smoking'

Brain expert warns of huge rise in tumours and calls on industry to take immediate steps to reduce radiation

By Geoffrey LeanSunday, 30 March 2008

Mobile phones could kill far more people than smoking or asbestos, a study by an award-winning cancer expert has concluded. He says people should avoid using them wherever possible and that governments and the mobile phone industry must take "immediate steps" to reduce exposure to their radiation.The study, by Dr Vini Khurana, is the most devastating indictment yet published of the health risks.It draws on growing evidence – exclusively reported in the IoS in October – that using handsets for 10 years or more can double the risk of brain cancer. Cancers take at least a decade to develop, invalidating official safety assurances based on earlier studies which included few, if any, people who had used the phones for that long.Earlier this year, the French government warned against the use of mobile phones, especially by children. Germany also advises its people to minimise handset use, and the European Environment Agency has called for exposures to be reduced.Professor Khurana – a top neurosurgeon who has received 14 awards over the past 16 years, has published more than three dozen scientific papers – reviewed more than 100 studies on the effects of mobile phones. He has put the results on a brain surgery website, and a paper based on the research is currently being peer-reviewed for publication in a scientific journal.He admits that mobiles can save lives in emergencies, but concludes that "there is a significant and increasing body of evidence for a link between mobile phone usage and certain brain tumours". He believes this will be "definitively proven" in the next decade.Noting that malignant brain tumours represent "a life-ending diagnosis", he adds: "We are currently experiencing a reactively unchecked and dangerous situation." He fears that "unless the industry and governments take immediate and decisive steps", the incidence of malignant brain tumours and associated death rate will be observed to rise globally within a decade from now, by which time it may be far too late to intervene medically."It is anticipated that this danger has far broader public health ramifications than asbestos and smoking," says Professor Khurana, who told the IoS his assessment is partly based on the fact that three billion people now use the phones worldwide, three times as many as smoke. Smoking kills some five million worldwide each year, and exposure to asbestos is responsible for as many deaths in Britain as road accidents.Late last week, the Mobile Operators Association dismissed Khurana's study as "a selective discussion of scientific literature by one individual". It believes he "does not present a balanced analysis" of the published science, and "reaches opposite conclusions to the WHO and more than 30 other independent expert scientific reviews".


Páskar, Njáll og Páll

1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta voru leiðinlegustu páskar lífs míns. Ekki það að páskar hafi alltaf verið skemmtilegir á meðan þessari aumu jarðvist minni hefur staðið, öðru nær. Páskar snérust fyrstu árin um súkkulaði og aftur súkkulaði. Því meira því betra. Örfáum árum síðar snérust páskar um partí og aftur partí, því lengri því betri. En partíin urðu á stundum gleðisnauð, menn urðu oft snimmendis lens með brenns og kvenfólk átti það til að vera anzi hvumpið á þessum tíma árs sem tengist þeim kosmíska viðburði; vernal equinox. Páskar urðu aftur skemmtilegir þegar maður eignaðist afkvæmi. Þar sem mér líður alltaf hálf asnalega þegar kemur að þessu með upprisu holdsins, sérstaklega eftir að ég sá miðaldamyndir af þeim atburði í kirkjum á Ítalíu, þá hef ég horft fram hjá kristindóminum um páska, enda lít ég frekar á þá sem vorblót en annað. Tími til að sá. Páskarnir í ár voru súkkulaði og partísnauðir, því ég lá í lungnabólgu og hugleiddi hinstu rök tilverunnar á meðan ég las kynjamyndir úr rúmteppinu, enda nánast með óráði. Ekki meir um það, þessari raun er lokið, rúmteppið er normalt aftur og hinstu rök tilverunnar óleyst verkefni. Það var kalt þessa páska enda hafa þeir ekki verið svona snemma árs í 95 ár. Páskar eru veizla í farangrinum, þeas aldrei á sama tíma frá ári til árs. Þetta rugl með tímasetningu páska er ævagamall fjandi frá júðum sem kalkúleruðu páska þannig að þeir eru fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fulla tungl eftir jafndægur á vori og þannig eru þeir reiknaðir enn í dag. Hananú. Þau tíðendi bárust nú nýverið útum hinar dreifðu byggðir veraldar um páskana að Neil Aspinall væri allur. Hann var stundum kallaður fimmti bítillinn, hvað svo sem það þýddi. Það voru margir sem gerðu tilkall til þess titils, allt frá alkóliseruðum fótboltaköllum til arfaruglaðra japanskra kellinga. Njalli var soldið spes, barnaði mömmu Pete Best, hún var töluvert eldri en Neil og lifir barnið föður sinn, Roeg heitir snáðinn. Neil var heilinn á bak við seinni tíma velgengni The Beatles, átti hugmyndina að Anthology, One og fleiri góðum hlutum sem auðguðu líf okkar bítlaaðdáenda. Hann þótti snjall samningamaður og dílaði við alla sem áttu eitthvað erindi við The Beatles og hafði jafnan sigur. Dauði Njáls skyggði hins vegar gersamlega á fráfall annars manns sem líka kom við sögu The Beatles. Hann gerði ekki tilkall til numero cinque enda vissi hann varla hvaða fyrirbæri The Beatles var. Hann hét Paul Cole og sést ásamt The Beatles á plötuumslaginu Abbey Road. Það er hægt að greina hann þar sem hann stendur á gangstéttinni, ca tommu frá höfði Jóns, stendur við lögreglubíl og horfir á þessa undarlegu prósessíu marsera á gangbrautinni. Hr. Cole hafði ekki hugmynd um að hann væri á mynd með frægustu hljómsveit sólkerfisins fyrr en ca ári síðar þegar kona hans keypti plötuna. Cole hjónin voru í heimsókn í Lundúnum 1969 frá Flórída og voru ekki alveg í takt við tímann hvorki hugmyndafræðilega, tónlistarlega og tízkulega séð. Á meðan frú Cole fór í tuskubúð brá Paul sér á göngutúr þennan ágústmorgun og ráfaði um hverfið sér til dægrastyttingar. Hann var á spjalli við löggumann í bíl þegar hann sá þessa ungu beitarhúsmenn, nafna sinn berfættann og ljómyndara uppí stiga útá miðri götu.Paul Cole lézt nokkru fyrir páska í hárri elli, 96 ára. Og eins og forsjónin vildi hafa það, þá lézt hann í hinu glaðlega plássi Barefoot Bay á Florida.


Imperatíf

Það fer alltaf í pirrurnar á mér þegar boðháttur er notaður í auglýsingum, reyndar oftast þegar hann er brúkaður í fjölmiðlum. Þetta er svo hrikalega hugmyndasnautt, svo verulega laust við allt sem heitir ímyndunarafl að það er með ólíkindum að þetta skuli viðgangast. Því þetta virkar ekki. Það virkar ekki að beinlínis skipa fólki að kaupa einhverja vöru eða þjónustu. Ég veit ekki hvað það eru margar auglýsingastofur á landinu, auglýsingafræðingar og spesíalistar í þörfum fólks, meira að segja er til sérstakir auglýsingasálfræðingar, en þetta lið er ekki að fatta málið.

"Gríptu tækifærið" "Njóttu augnabliksins" "Ekki missa af" etc, þetta er svo glataður stíll og ömurlegur. Enda sér maður þetta snið nánast aldrei notað tam í brezkum fjölmiðlum. Ég þekki líka til á Ítalíu, þar sem menn eru nú ekki feimnir við að nota boðhátt í daglegum samskiptum, en ekki í auglýsingum. Það er eitthvað svo brútalt og græðgislegt við boðháttinn.

Ég ætla að vera brútal við auglýsingabransann og nota boðháttinn í botn, HÆTTIÐIÐESSU!!


Villi Vill

Var að hlusta á úbartið í morgun. Fyrst BBC WS, sem er langbezta fréttastöðin, og svo Rás 2 sem er ennþá bezta músíkradíóið. Þar var verið að minnast þess að 30 ár eru liðin frá dauða Vilhjálms Vilhjálmssonar söngvara. Hann var íslendingum mikilll harmdauði. Hann söng sig inní huga og hjarta þjóðarinnar með sinni fallegu rödd og einlægu túlkun.

Hann var hins vegar ekki "góður" söngvari, þeas tæknilega var hann nokkuð tæpur, stundum hreinlega falskur. Sumar upptökur með honum ætti að setja á "hold". Hann komst ekki með tærnar þar sem systir hans skildi eftir sporin sín í þeim efnum, þvílíkur munur var á þeim. En hann átti þessa fögru rödd sem var verulega expressíf og hann túlkaði texta betur en aðrir dægurlagasöngvarar, sennilega sá bezti á eftir Magga Eiríks, og Ellý ov kors.

Textarnir hans voru ehemm, frekar slæmir. Meiningin góð og yrkisefnið fallegt, en úrvinnslan, rímið, ljóðstafir og myndhverfingar voru með þeim hætti að maður vildi óska þess að hann hefði bara haldið þessu fyrir sig og sína skúffu.

Ég man eftir honum og heyrði hann spila nokkrum sinnum, (spilaði meir að segja með honum á brúðkaupsdegi hans á Siglufirði 1976, en það er önnur saga) sérstaklega með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar. Það var hörkuband, verulega pró og Villi var mjög flottur bassaleikari. Spilaði flott sving og var flinkur. Sól og fönk lá sérstaklega vel fyrir honum man ég og hann naut þess að spila, það bæði sá maður og fann.

En það er eflaust túlkun hans á texta sem gerði hann jafnvinsælan og raun ber vitni. Hún var meira en skýr texti og artikúleraðar fraseringar, þetta var innlifun sem ekki margir söngvarar geta skilað án þess að virka tilgerðarlegir og hjárænulegir. Þeir eru ekki margir söngvararnir sem kunna og kunnu þessa kúnst, sennilega bara Maggi Eiríks, og Ellý ov kors. Guði sé lof fyrir þær fínu sálir.

Og takk líka fyrir Villa Vill, það er gott að vita að minningu hans er haldið á lofti og gott að vita að ungir söngvarar hafa hann sem fyrirmynd enn þann dag í dag.


ÍT 2008

Horfði á útsendingu Sjónvarpsins frá Borgarleikhúsinu í gærkvöldi þar sem tónlistarverðlaunin voru afhent. Ég er svo kvefaður af flensu og þjakaður af annarri óværu að ég naut þess ekkert sérstaklega. Þó mátti hafa nokkra skemmtan af þessu flestu.

Felix flottur að vanda, enda var allt frábært hjá honum.

Hugtakið "fjölbreytt tónlist" olli mér nokkru hugarangri. Hvað er þá restin? Fábreytt tónlist? Stundum er notað hugtakið "ýmis tónlist" sem er ekki mjög innhaldslýsandi. Þetta sýnir okkur etv hvað við eigum erfitt með að hólfa niður og flokka hinar ýmsu stíltegundir.

Við höfum eftirtalda flokka: Popp/dægurtónlist, rokk/jaðartónlist, jazz, sígild/samtímatónist og svo ýmis tónlist. Og jú kvikmynda/sjónvarpstónlist. Það góða við þetta er að þetta getur allt skarazt, popp getur verið ýmist, og ýmist verið samtíma, jaðar verið jazz etc. Öfunda ekki þá sem þurfa að raða þessu niður og koma skikki á heila klabbið. Í raun eru bara tvær sortir af tónlist, góð og vond.

Rúnar minn Júlíusson fékk verðskuldaða viðurkenningu. Hann komst í gegnum þetta með húmor, þótt þessar sekúndur sem hann var að rifja upp vísurnar sínar væru erfiðar.

Hins vegar var syrpan sem All Star Bandið spilaði alls ekki nógu góð, sérstaklega var ömurlegt að hlusta á Tasco Tostada, það flotta lag, raddirnar útí á túni. Gera betur næst.

Hjaltalín og Ólöf Arnalds var mitt fólk í gærkvöld. Jú og Einar Scheving, platan hans Cycles er flott, bezta plata ársins, sama hvaða flokk miðað er við. Sigurrós fyrir lengra komna sagði Venni Linn í dómi sínum um Cycles í Mogganum. Hann hefði mátt sleppa þeim samanburði, því Einar Valur rær á allt öðrum og músikalskari miðum.

Ég náði alveg ræðunni hjá Frímann, öfugt við milljarðamæringinn. Hins vegar skildi ég ekki Björgólf þegar hann fór útí þá ráðgjöf í ökónómíu að tónlistarmenn ættu að spila niður krónuna og verðbólguna. Blanco.

Björk tónlistarflytjandi ársins? Hélt hún einhverja tónleika hér heima? Eða er sú viðurkenning ekki bundin við lögsögu Íslands?

Ég er ekki einn af aðdáendum Páls Óskars. Ég dáist að sjálfsögðu að krafti hans og dugnaði, og hann er sjarmerandi og fínn drengur, en tónlist hans höfðar ekki til mín. Diskóið er bara tvívídd, vantar dýpt. Sömuleiðis næ ég ekki Mugison, endurunnir blúsfrasar og taugaveiklunarleg túlkun. Og hvers vegna í ósköpunum syngur maðurinn ekki á móðurmáli sínu? Er hann svona frægur í útlandinu?

Skemmtilegar þessar poppvísur sem voru notaðar í kynningunum, það mætti hugsanlega þróa það konsept meira og betur. Raggi Bjarna var killing í sínu atriði.

Mér fannst Megas bera skarðan hlut frá borði. Sjaldan verið betri en á liðnu ári. Hvers vegna hann fékk ekki viðurkenningu sem textahöfundur ársins á ég aldrei eftir að skilja.

Af hverju voru svona fáir áhorfendur? Soldið pínlegt. Sömuleiðis mjög pínlegt að hlusta á þessar auglýsingar frá tónlistpúnktiiss, vísipúnktiiss etc. Þarna var verið að misnota vettvanginn og útsendinguna. Plís ekki gera þetta aftur. Óviðeigandi með öllu.

Útsendingin var tiltölulega hnökralaus og þetta slapp bara nokkuð vel, en sjóið sem slíkt var svona heimóttarlega íslenzkt. Sem er á vissan hátt notalegt.


Paradox

Eftir að hafa skoðað ummæli Dalai Lama betur fæ ég ekki annað séð en að þýðandi Moggans hafi eitthvað misskilið málið. Dalai Lama er sagður hafa talað um "Cultural genocide" í viðtali við fjölmiðla. Það er hins vegar nokkuð ljóst af viðtalinu að hann er ekki að tala um þjóðarmorð per se, heldur að verið sé að útrýma menningu Tíbeta. Þessi sérkennilega þýðing var líka notuð af fréttasofu RÚV. Vonlaust að skilja fréttina, bæði á mbl.is og RÚV, með öðrum hætti en þeim að kínvarjar væru að stunda einhvers konar menningarstarfsemi með þjóðarmorði í Tíbet.

Menningarlegt þjóðarmorð er paradox, þversögn, því hvernig er hægt að tengja svo yfirgengilegan glæp við menningu?

Þessi setning úr frétt CNN skýrir betur hvað Dalai Lama átti við:

"The Dalai Lama -- who fled his homeland 29 years ago after a failed uprising, said Tibet's "ancient cultural heritage" is threatened with extinction by China."


Halló?

Menningarlegt þjóðarmorð? Þetta er óhugnanlegt orðasamband, mér verður hreinlega illt.
mbl.is Dalai Lama segir menningarlegt þjóðarmorð framið í Tíbet
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Planetarium á Þingvöllum

Það var fyrirhugað að skreppa austur á Sólheima í Grímsnesi í gærkvöld. Þar var boðið uppá stjörnuskoðun undir leiðsögn, þar voru sjónaukar og veðrið frábært. Því miður var litla blómið mitt hún Helga Sóley soldið lasin þannig að það var ekki sniðugt að vera með hana útí frostinu til að dást að dýrð festingarinnar. Við vorum því heima og stelpurnar kepptu í Singstar en ég týndi mér í Planetarium forritinu mínu, horfði á himininn í tölvunni.

Mig langaði að sýna dætrum mínum dýpt og ógnvekjandi fegurð geimsins, það verður enginn samur eftir að hafa séð Andrómedu, Óríon þokuna, hringi Satúrnusar etc. Maður verður svo smár. Það er hollt hverjum manni að uppgötva smæð sína í alheimnum. Pæla í því sem engin svör fást við.

Það er aðeins einn staður á Íslandi þar sem hægt er að skoða himininn í stjörnusjónauka, þeas ef maður á ekki slíkan sjálfur, og það er á Seltjarnarnesi af öllum stöðum. Ljósmengunin og veðurfarið á þeim annars ágæta stað er með þeim hætti að hann er ekki heppilegur.

Ég var háttaður og rétt að festa svefn þegar hugmyndin kom. Hún er sú að hið opinbera, með duglegum stuðningi einkafyrirtækja, setji upp stjörnuskoðunarstöð fyrir almenning á Þingvöllum. Sá staður er kosmískur í eðli sínu. Það er hins vegar ekkert kosmískt við sjoppuna og hótelið sem þar er að finna. Stundum hefur maður lesið einhverjar fyrirætlanir um byggingu einhvers konar "þjóðmenningarhúss", sem er bara fínt nafn yfir partístað fyrir ríkisstjórnina. Alvöru planetarium og sjónaukar í stjörnuskoðunarstöð á Þingvöllum er bara brilljant. Finnst mér.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband