Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Heimsborg og krummaskuð
Ég er nýkominn frá Rómaborg, citta aeterna. Eins og allir vita þá er þetta merkilegasta og söguríkasta borg heims. Þetta er líka mesti, elzti og frægasti ferðamannastaður heims og hefur svo verið í rúm 2000 ár.
Það er gott að vera í Róm og þangað liggja allar götur. Rómverjarnir kunna líka að umgangast ferðamenn, lausir við franska hrokann, brezka afskiptaleysið og amerísku græðgina.
Öll þjónusta er fáguð, tam er ekki svo lélegt kaffihús í Róm að þjónninn sé ekki í hvítri straujaðri skyrtu, slaufu, vesti og í burstuðum skóm. Rómverjar eru líflegir en kurteisir, hafa hratt á hæli en liprir.
Umferðin er gríðarleg og hröð, en það er system í galskapnum, hún virkar kaótísk á okkur en lýtur sínum lögmálum sem eru ákveðin ýtni, hraði en samt tillitssemi. Það er ekki svínað á mann, ekki frekjast og þeir kunna að leggja ökutækjum sínum af aðdáunarverðri kúnst.
Matur og drykkur er að sjálfsögðu í sérklassa, þetta var stanzlaus veizla. Og það sem meira er, án þess að kosta "arm and a leg".
Maður gerir ósjálfrátt samanburð á sínum heimastað og þessari miklu höfuðborg ítala. Hann er okkur mjög í óhag. Það er ekkert annað en sprenghlægilegt þegar maður heyrir þessar montræður sem borgarstjórar Reykjavíkur halda nokkrum sinnum á ári og kalla Reykjavík heimsborg. Reykjavík er ekki einu sinni borg, Reykjavík er stór Akureyri. Á meira skylt við Þórshöfn í Færeyjum en Kaupmannahöfn, hvað þá Róm.
Arkitektúr Reykjavíkur er sérstakt dæmi útaf fyrir sig, fiskimannaþorp með sovézkum og amerískum úthverfum. Hér fer maður ekki á kaffistað án þess að "þjónninn" sé eins og timbraður draugur, ótalandi á annað en á simplustu ensku.
Umferðin í Reykjavík er aðferð frekjunnar, tillitsleysi og einstrengingsháttur, bílum lagt hvar sem er og hvernig sem er.
Verðlagið á veitingastöðum Reykjavíkur er ekkert annað en okur og græðgi, ein einföld pizza, sem er ekkert annað en brauð með tómatsósu og nokkrum flísum af áleggi, kostar meir en 20 evrur. Í Róm 5. Vínflaska kostar hér ekki undir 25 evrum. Í Róm 5.
Um þar síðustu helgi var fullt tungl. Fréttir bárust til íslendingahópsins í Róm af fjölda líkamsmeiðinga, morði og annarri óáran í Reykjavík. Ég spurði þjóninn á barnum sem við sátum hvernig ástandið hefði verið í þessum málum í Róm. Hann leit á mig með nokkurri furðu og sagði að það hefði ekkert verið í fréttum af ofbeldi, morðum og nauðgunum, þetta væri frekar friðsæl borg að þessu leyti. Bætti svo við með smá brosi, við nauðgum ekki konum, við tælum þær, við beitum ekki ofbeldi til að ræna fólk, við notum teater.
Vissulega er nokkuð um þjófnað á Ítalíu, en þar er beitt brögðum, ekki ofbeldi. Vasaþjófnaður er "listgrein" sem er æfð og þjálfuð eins og hreinasta akróbatík eða leikhús. Er það ekki illskárra en hnífurinn og hnefinn?
En það sem er verst við Reykjavík er hið móróníska og tilefnislausa ofbeldi sem fólk verður fyrir, það er ekki einu sinni verið að ræna fólk peningum eða eigum, heldur aðeins að svala geðveikislegri árásarhvöt hvers eldsneyti er áfengi og amfetamín. Og kúltúrleysi.
Reykjavík er krummaskuð, Roma er heimsborg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 13. maí 2007
Staða BB og ÁJ batnar!
Svo segir í myndatexta á RÚV vefnum:
"Útstrikanir gætu bætt stöðu Björns og Árna á
listum Sjálfstæðisflokksins"
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item153992/
Ekki að spyrja að gömlu húmoristunum á fréttastofunni, ha ha ha!!!!!
Eða eru déskotans heilhveitis kommarnir ennþá að læðast þar um ganga, hlakkandi yfir óförum þessarra sómamanna sem báðir eru með óflekkað mannorð?
30% kjósenda Sjálfstæðisflokks strikuðu Árna Johnsen út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. maí 2007
Varsjárbandalagið sigraði í Júróvissjón
Þar kom aððí, gömlu kommaríkin með svívirðilegt og tótalí ómúsíkalskt samsæri, koma upp um sitt rétta, ég segi ekki skítlega, eðli. Reynar hafa norðurlandabúar stundað lævísa svikamyllu í júróvissjón, en það er í lagi af því að það eru við.
Mín kenning er sú að þessi frábæra kompósísjón Valentine Lost, hafi verið felld úr keppninni vegna þess að við rákum rúmversku harmóníkuleikarana úr landi. Það var fljótfærni sem kostaði okkur held ég sigurinn.
Það er þyngra en tárum tekur að þurfa að lúta í gras vegna samsærisins í austri, ekki sízt þegar við flytjum þeim þennan dýrðlega óð. Í textanum segir ma frá ógvænlegum atburðum í mjög epískum stíl. Frásögnin er í fyrstu persónu eintölu. Þar segir af manni sem spilar lag af plötum á meðan ástinni blæðir út í versnandi veðri. Ég missi nú reyndar aðeins plottið þegar tígrisdýr, læst í búri, og leikari á auðu sviði bjóða okkur á sýningu og ætla að stunda einhverskonar kukl eða heilun með vaggi og veltu til að bjarga sálarheill okkar. Síðan bætast við lest á brotnu spori, rússíbani, súrt regn og þornaður árfarvegur svo eitthvað sé nefnt. En að lokum kemur í ljós að manngreyið sem segir söguna, læknast af einhvers konar testesteron fiðringi og fer að því loknu í leikhús. Endir.
Kannski eru varsjárbandalagsmenn ekki þeir einu sem fatta ekki lýrikina í Valentine Lost, en Eika Bleika áttu þeir að fíla, toppmðaur Eiríkur. Þungarokksballöðumelódían var etv aðeins of melodramatísk og féll máske gömlum menningarþjóðum með raffíneraðan músíksmekk ekki í geð.
En það er móðgandi þegar aðrir eru með samsæri, sem við norðurlandabúar áttum eiginlega einkarétt á, og fella okkur á okkar eigin bragði.
Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Café Rosenberg, In Memoriam
Café Rosenberg hefur brunnið þrisvar, nú síðast þegar eldurinn varð í Lækjargötu 2 og Austurstræti 22. Ég las hjá Agli Helgasyni að þarna hafi bara verið búllur og engin eftirsjá að þeim. Þessu er ég ósammála að hluta, Café Rosenberg var menningarstaður í bezta klassa, rekið af fagmanni með metnað og listrænt innsæi. CR var miðstöð akkústískrar tónlistar í Reykjavík enda vinsæll staður og menn urðu að mæta snemma til að fá sæti þegar stjörnur eins og Andrea Gylfa, Hrafnaspark eða Robin Nolan tríóið performereðu.
Þetta var líka notaleg krá í gömlum evrópskum stíl, góður matseðill og starfsólkið valið af kostgæfni. En fyrst og fremst var CR vettvangur fyrir fína músík af hljóðlátari sortinni og nú er mikil eftirsjá hjá fólki sem hefur ánægju af akkústískri tónlist. Í rauninni var CR eini staðurinn í miðbænum sem bauð uppá eitthvað annað en mórónískan epillubarning og hausverkjarokk.
Allir sem stunduðu staðinn þekktu vertinn sem var vakinn og sofinn yfir staðnum og fórust öll verk úr hendi af fyrirhafnarlausri fágun, enda menntaður þjónn hjá Hótel KEA, lærður kokkur sem og smiður og algert músíkfan.
Næsta sunnudag verða haldnir tónleikar í Loftkastalanum til styrktar Dodda vert sem stendur nú slyppur og snauður eftir eldsvoðann, missti allt sitt og fær það svo framan í sig að það verði ekki opnaðar neinar búllur á þessum stað aftur.
Í Loftkastalanum koma fram flestir þeir tónlistarmenn sem hafa spilað og sungið á CR, enda vilja þeir allir styðja sinn mann og hvetja hann til áframhaldandi vertmennsku því þeir vita að fínni, heiðarlegri og skemmtilegri vert er ekki að finna í miðborginni. Tónleikarnir verða auglýstir á næstunni.
Bann sett við niðurrifi húsanna við Austurstræti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Óhugnanleg refsigleði
Þetta er sorglegt dæmi um réttarfarið í BRA. Menn dæmdir á vitnisbuði en ekki óyggjandi sönnunum. Það sem er líka umhugsunarvert er að í landi hinna hugrökku eru ca 1,5 milljón manna í fangelsi. Bandaríkjamenn eru 1000 sinnum fleiri en við þannig að ef við heimfærum þetta yfir á okkar samfélag þá væri það samsvarandi og að við hefðum 1500 manns á bak við lás og slá!
30.000 manns falla fyrir byssukúlum í BRA á hverju ári, það myndi þýða 30 hjá okkur. 100.000 manns eru týndar í BRA, ef sú statístík er heimfærð til okkar þá værum við með 100 manns sem enginn vissi neitt um.
Ameríski draumurinn er greinilega keyptur okurverði.
Saklaus á bak við lás og slá í aldarfjórðung | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 23. apríl 2007
California Dreamin'
Hef aðeins dottið úr sambandi við netheima undanfarið, sem er gott því ég sé að ég er ekki háður þessari veröld eins og ég var farinn að óttast.
Mér finnst skrítið að enginn skuli skrifa um opinbera för 4 þingmanna til Kalifornæei. Opinber för þýðir að við skattgreiðendur berum kostnaðinn. Þingmennirnir 4 held ég séu enn ytra, verða að mér skilst í 14 daga för. Ég nenni ekki að reikna út kostnað, flug, gistingu, dagpeninga, risnu etc, en eitthvað segir mér að í þeim efnum verði ekki skorið við nögl.
Þarna er á ferðinni fríður flokkur fólks sem er á leið af þingi og mun ekki starfa þar í bráð. Hins vegar þótti Alþingi íslendinga bráða nauðsyn bera til að senda þennan mannskap vestur um haf til að fara í nokkur partí.
Það dregur ekki úr glæsileik sendinefndarinnar að með í för er eiginmaður forseta Alþingis. Bandaríkjamenn munu án efa hlýða með andakt ef hann flytur erindið "How To Succeed In Monopoly Capatalism In Modern Iceland Without Really Trying"
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Fúlt aprílgabb?..
Ef þetta er aprílgabb mbl.is, þá er það með því loftkenndara og fúlara sem hefur sést í fjölmiðli seinni árin...
Hins vegar er gagnvirka vefvarpsbloggfréttin (!) frekar grunsamleg og líklegri sem aprílgabb, enda tilgangurinn með þessu gabbi að láta menn hlaupa apríl, taka þátt í einhverri vitleysu og láta fífla sig með e-m hætti.
Eða er gabbið fréttin um kosningaúrslitin í Habenfiord?...
Sekt vegna vindgangs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 31. mars 2007
Billiards and composition
Nú er ég búinn að vera í nokkurrin pásu frá blogginu, en ætla að sinna þessu betur núna. Sá að Howser vinur minn skammaði mig fyrir bíóferðir, en staðreyndin er sú að ég hef að mestu notað frítímann í billiard og lagasmíðar.
Billiard er heillandi spil sem getur tekið mann föstum tökum. Þegar mann dreymir kúlur og sérkennilega snúninga þá er maður sennilega nokkuð langt leiddur. Mest hef ég spilað svokallað Eight Ball, en hef mestan áhuga á Snooker sem er drottning allra kúluspila í veröldinni. Hins vegar er mér til efs að ég muni nokkurn tíma ná einhverjum árangri í þeim leik.
Lagasmíðar eru líka skemmtilegar þrautir að leysa, etv ekki rétt að kalla þær þraut, en það verður þó að eiga sér einhver samræða milli rökhugsunar og sköpunar stað til að lagið verði eitthvað interessant. Ég hef líka hlustað mikið að undanförnu á nýja tónlist til að átta mig á stefnum og straumum. Verð að segja að ég er ekki neitt yfir mig hrifinn af því sem ég hef heyrt, eins og oftast áður er einhvers konar endurvinnsla í gangi, bara með mismunandi sándi og "attitjúdi".
Nú hefur verið mikið um Færeyska tónlist, bæði í útvarpi og í tónleikasölum borgarinnar. Mikið óskaplega er þetta blóðlaust, nokkurs konar akústískt betrekk fyrir prozak neytendur. Teitur, sem er þekktastur Færeyinga, er nokkuð góður, en þetta er voðaleg kertaljósamussurauðvínsmúsík. Hann flytur tam náttúrulausustu útgáfu sem ég hef heyrt af "Great Balls Of Fire". Á sennilega að vera artí en verður bara skrítið. Teitur yrkir hins vegar fallega á ensku, nokkuð sem starfsbræður hans íslenzkir hafa alls ekki á valdi sínu.
Eivor hefur fallega rödd og mikla tækni, en ég trúi varla einu einasta orði sem hún syngur, þetta er allt eins og með miklu flúri. Af hverju syngur hún ekki bara lagið eins og það er? Af hverju allt þetta skraut? Það er ekkert gaman að éta marenguetertu í öllum kaffitímum.
Nú verð ég eflaust skammaður fyrir neikvæðni, en málið er að þetta heillar mig ekki. Hins vegar varð ég nokkuð hrifinn af plötunni hennar Ólafar Arnalds. Krúttkynslóðin á þar sinn bezta fultrúa, tónlistin er, þrátt fyrir hæga og látlausa áferð, spennandi. Röddin er afar sérstök en ég trúi því sem hún segir og ljóðin hennar eru ferðalag um undraheima.
Meira síðar, er farinn til að kompónera einhvern brilljans við púlborðið...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 20. mars 2007
Bíó
Sá kvikmyndina Venus um daginn. Þvílíkur snilldarleikur hjá O'Toole, algert brill, möst sí einsog krakkarnir segja.
Valið stóð á milli 300 og Venusar, en eftir að hafa lesið krítíkina um 300 í The Guardian þá held ég að ég hafi valið rétt.
Hins vegar ætla ég að sjá 300 á næstunni.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 17. mars 2007
Hlustunareintök?....
Volta spiluð í fyrsta sinn á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)